Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, janúar 11, 2009

Gleðilegt nýtt ár og þakka það gamla. (þeir sem enn skoða síðuna) við fjölskyldan höfðum gott í jólafríinu í paris. Nokkrar myndirHugo át áramóta dótið

|

mánudagur, nóvember 10, 2008
|

mánudagur, október 20, 2008

Tími fyrir smá fréttaskot.
September var góður mánuður, mamma kom í byrjun mánaðarins og hjálpaði okkur með Hugo meðan ég "skaust aðeins út á vinnumarkaðinn". Tók nokkrar vaktir ca 3-4 í viku, var nokkuð hressandi að fara að vinna kanski af því að í huganum vissi ég að þetta var bara tímabudið. Hugo var fljóur að aðlagast ömmu sinni og þau urðu strax góðir vinir. Pabbi kom í viku í byrjun oktober. Þau fóru svo saman til Islands aftur.
Eg er nú sest aftur á skólabekk. Skráði mig í MSc nám í Health Policy, Planing and Finance, (þýðist á íslensku einhvernvegin heilsuhagfræði og stefnumótun í heilbr.málum). Þetta er eins árs nám kennt við London school of hygene and tropical medicine og London school of Economics. Maður getur að miklu leiti sett saman sitt nám með því að velja úr miklu úrvali af fögum í þessum tvem skólum. Ég ætla meir að einbeyta mér að heilbr málum vesturlanda og mun taka flesta af mínum kúrsum í London school of economics. Þessa önnina er ég í skólanum mán-þri-mið, þá daga er Hugo hjá dagmömmu. Það gengur ekkert sérstaklega vel, hann er ekki að gefa sig í aðlöguninni. Hann vill ekki borða hjá henni en drekkur úr pelanum sínum, hann sefur ekki í eftirmiðdaginn og leikur sér ekki. Bara á öskrinu. Hmmmmm.... hvað á maður að bíða lengi eftir því að hann aðlagist?? Gunnur, hvað á ég að gera?? En hann er voðalega glaður þegar ég sæki hann og dagana sem við erum heima fim og fös er hann eins og engill.

jæja þett er nú lífið í dag,
Baráttukveðjur til íslendinga í kreppu
hanna
|

föstudagur, október 03, 2008|

laugardagur, september 27, 2008

OK hér er svarið við klukkinu, verði ykkur að góðu

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
+Vinnuskólinn... jeiii
+mjólka kýr
+Bar tender
+Héraðslæknir

Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
+mama mía
+crash
+KonFu Husler´
+Immortal Beloved


Fjórir staðir sem ég hef búið á
+Hundastapi
+Amerískri heimavist
+Debrecen
+London

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
Sex and the city of course
X-tra factcor with Holly
Anything with Simon Cowel
America´s next top model hi hi hi

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
+Bahamas
+Kerhla á Indlandi
+St Antone Austurríki
+Paris

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
+ mbl.is
+ facebook
+ foxnews.com/policis
+ barackobama.com

Frent sem ég held upp á matarkyns:
+Íslensk lambakjöt
+Herve´s pizza
+Krabbi
+hafragrautur

Fjórar bækur sme ég hef lesið oft:
+Kumar´s internal medicine
+símaskráin
+Stubbur
+ Hr Hávær

Fjórir bloggarar sem ég klukka:
+Gunnur
+Gunnhildur
+Dudda
+Gunna


adios, fljóttlega nýjar myndir
|

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Seinni hluti sumars hefur lidið hratt og ég verið frekar bissí, hence no blogging.
Sissa systir og Agnes komu í lok julí, þær náðu einu bestu sumardögunum hér í London. Við fórum í leikhús, vorum að túristast og nutum veðurblíðurnar.
Viku eftir að þær fóru, kom Hrafnhildur systir og fjölsk í viku. Það var svipað prógram, nema hvað þau voru meira að stussast með Edvard niður í bæ þar sem ég var með Hugo heima. Of mikið fyrir hann að þvælast um dag eftir dag. Daginn eftir að þau fóru til Islands, fórum við til Parisar i viku. Herve fók 2 vikur í sumarfrí í lok águst. Við fórum á bílnum sem er þægilegra en að fara með Eurostar eða fljúga. Í Paris fórum við að skoða Effel turninn, sem ég hafði aldrei gert, og við fórum í Versali.
Í seinni frívikunni hans Herve, var hann heimia með Hugo en ég fór að vinna. Sérfræðingurinn sem ég var að vinna fyrir fyrir jól hafði samband við mig og bað mig um að koma í eina viku. Svolítið skrítið að fara að vinna aftur.
Af Hugo er allt gott að frétta, hann er duglegur að borða og farinn að borða flestann mat. Hann er nu kominn með eina tönn. Hann var smá lasinn fyrsta daginn í Paris, fékk 6.veikina (roseola), en var fljótur að hrista það af sér. Hann er ekki farinn að skríða, en hann er að verða sterkari og hreyfir sig meira með hverri vikunni.
Hér fylja nokkrar myndir.Í Versölum í pick-nick.


Við Hugo undir Effel turninum


Feðgarnir í París


Hugo duglegur að drekka úr glasinu sínu. Muna næst þegar Hugo borðar spínat að fara ekki í hvítann bol.


Skvísur á leið í leikhús
|

mánudagur, júlí 07, 2008

Ég þarf ekki að vökva blómin í garðinum þessa dagana, dæmigert enskt sumar, rigning og aftur rigning, en það er gott fyrir gróðurinn.
Hugo náði sér í kvef í síðustu viku en varð ekkert mjög veikur sem betur fer, en framhaldssaga með exemið, það versnaði í kvefinu. En hann er búinn að hrista þetta allt af sér í dag. Hann situr nú hjálparlaust, situr á gólfinu og leikur sér.
Allt gott að frétta af okkur hjúunum, Herve er að vinna í London stock exchange og ég að dúlla mér heima með Hugo. Ég á einn tíma eftir á frönsku námskeiðinu, hef bara tekið miklum framförum. En ætla ekki að taka næsta námskeið strax, ætla að láta sumarið líða og halda kanski áfram í haust. Ég á von á heimsóknum frá íslandi.... vei vei..


 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com