Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, september 12, 2004

Timinn líður hratt á gerfihnattaöld eins og stendur í kvæðinu.
Eg meikaði ekki að mæta í skólann í seinustu viku en það stendur til bóta, á morgun er praktical í augnlækningum og á geðdeildinni sem ég ætla að mæta í. Síðan ég kom hingað til Debrecen hef ég verið að þróga með mér einhverskonar ökla eymsli sem ég veit ekki aðveig hvar eiga sér upptök, en grunar þramm íLondon í lélegum flatbotna sandölum um hlut. Anyway, þá voru félagarnir úr capoeira grubbunni bæði Debrecen og Budapest hóparnir að fara til Balaton um helgina, foreldrar einnar stelpunnar eiga risa sumarhús þar. Ég gat ekki hugsað mér að sitja heima enda búin að sakna capoeira í allt sumar. Ég, Margret og Erik tókum lest á föstudagskvold til budapest og fengum þar far með Sancao og co. til Balaton. Á laugardaginn byrjuðum við út í garið kl 10 í capoeira og ymsum fíflaskap enda veðrið frábært, glampandi sól og hiti. Spilað á kongotrommur, birimbau, sungið og með almenn læti við litinn fögnuð nágrannanna, sem endaði með að þau kölluðu á lögreglunna. Rendörseg. Í hádegishléinu var svo bara dansað, everybody got their 5 minits. Seinnipartinn marseruðum við að vatninu, sumir voru svo cool að geta synt i því, ég lét mér næjga að stinga fótunum í ískalt vatnið, enda öklarnir nokkuð bólgnir, var ekki beint að hlífa mér. Þegar rökkvaði fóum við aftur upp í húsið okkar og svo var bara dansað langt fram eftir nóttu, sumir virtust hafa endalausa orku. Það var ekki beint hress Hanna sem vaknaði í morgun, hver einasti vöðvi öskrar af sársauka... men ... það er erfitt að byrja aftur en maður verður fljótur að vengast þessu. Nu sit ég bara með fæturnar í ísbaði.

Það stendur til að setja myndir inn á síðuna, veit ekki hvenær égkem því í verk.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com