Þegar ég var að rölta niður Laugaveginn í dag, var mér hugsað til yndislegurstu, þægilegustu og flottustu gallabuxna sem ég á, þar sem ég var í window shopping. Ég vissi að þær væru aðeins til hjá Sævari Karli, enda frá D&G. Veit ekki afhverju en hef aldrei farið inn í þá búð. Bara fyrirfram búin að ákveða að þar væri allt fokdýrt og bara svekk að skoða þar. En vildi vita hvað slíkar gallabuxur myndu kosta. Viti menn að þar var útsala og þær kostuðu undir 9000kr.. .. oh my god. Audda skellti ég mér á par, þó að þær hafi ekki verið jafn cool og hinar D&G buxurnar mínar, bara óendanlega confí. Þjónustan þarna er framúrskarandi, og það var Sævar sjálfur sem renndi kortinu mínu í gegn og bauð mér upp á sjóðheitan espresso kaffi á meðan ég beið. Alveig yndæll maður, og ég og Sævar Karl nú orðnir mestu buddís.
Kíkið á síðuna:
Sævar Karl
Kíkið á síðuna:
Sævar Karl
<< Home