Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Counting down.....
Já nú fer bara allt að verða klárt fyrir ævintýraferðina.
Hún móðir mín kom og sótti mig til Víkur á sunnudag, tókum góðan rúnt til baka, stoppuðum á StokksEyrarbakka á Fjöruborðinu og þar pöntuðum við okkur nokkra lítra af humarsúpu og tonn af humarhölum ........ mmmmmmmmmm.... yndislegur matur.
Svo bara hafa það rólegt og sofa í sveitinni, heilsa upp á nýjasta fjölskyldumeðliminn, Óskar Gísla sem ég hef ekki séð áður, 2mánaða gamall. Ég er sko ömmu systir hans. Bróðir hans orðinn 2ja ára og móðurmálið þvælist ekki fyrir honum " helvítis kallinn" og "þegiður arna" er uppáhalds orðin, þetta verður orðljótastabarn á leikskólanum sem hann er að byrja á nú í haust. Svona er uppeldið í sveitinni, flestir horfa á langafann, pabba minn, sem ábyrgan móðurmálskennara. Nú er ég hinsvegar komin í "menninguna" í RVK, fullt af allskonar hitting er á dagskránni, drekka kaffi hér og þar með vinum og ættingjum. En tók það bara rólega í kvöld heima hjá systur minni og opnaði rauðvínsflösku í tilefni dagsins. Hef ekki smakkað rauðvín síðan á spáni í vor..... uhmmmm .. those were the days, bragðast kunnuglega.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com