Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

mánudagur, júlí 21, 2003

Seinni næturvaktin.
Eg átti alveig ljomandi dag, náði að sofa til klukkan 2, for þá i bæinn að hitta Unni a sólon. Fékk mér morgunmat-hádegismat - kaffi alveig yndælis sjávarrétta súpu og svo spjölluðum við um hvað á daga okkar hafi drifið siðan við hittumst seinast. Binna kíkti svo á okkur, hún er kinlegur kvistur, er i doktorsnámi i bókmenntum i Columbia háskola i NY er búin með eitt ár og á 6 eftir ..(og hver er að segja að læknisfræði sé langt nám) með million dollar brain eins og kom fram i okkar spjalli. Eftir ymsar heimspekilegar pælingar og fleiri óheimspekilegar pælingar ákváðum við að legja video. Fórum heim til Unnar því HúN á heimabíó og ymsar græjur. Á videolegunni komumst við að samkomulagi að legja myndina The four fethers afar dramatisk stelpu mynd, synd í slow-mo að miklu leiti en ekki alvond. Eg komst svo heim i Mosó stuttu fyrir vaktina svo ég náði ekki að leggja mig i kvöld, en ég hef samt verið ótrulega vakandi þessa vakt. Hef verið með opið fyrir poptíví og það er búið að spila crazy love með Beyonce K. sirka 10 sinnum i nótt, ekki leiðinlegt því það er snilldar lag og glæsilegt myndband þar sem hún er ekkert að fela kynþokkan sinn....women power. Mig langar i rauðu skónna sem hún er í í upphafi videósins.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com