Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, júlí 25, 2004

Halda skaltu hvíldardaginn heilagann
 
já það gerði ég svo sannarlega, vaknaið ekki fyrr en eftir hádegi og skreið þá fram úr rúminu en eitthvað var mér illt í öðru hnénu, íþróttameiðsl frá í gær.  Rak löppina í boxpúða.  En ég var í frí í dag og ákveðin í að vera í algerri afslöppun.  Tók mér tvo tíma í að lesa blöðin og borða síðbúin morgunmat.  Svo rétt fyrir fjögur fór ég út, ætlaði bara að rölta um bæinn og fá mér ferskt loft.  Á móti mér streymdu fjöldinn allur af túrhestum.  Það hlítur að vera skemmtiferðaskip við höfnina.  Bærinn fullur af gráhærðum þjóðverjum með velmegunarbumbu og stóra myndavélatösku framan á sér.  Og oftar en ekki hjón í alveig eins útivistar úlpu.  "ja  ja das is sher shön....únd...ja.. genau...ja ja das ist das...." (það er nú það á Íslanesku)
Alveig dásamlegt að vera í svona mannlífs rannsóknum.  Ég rölti sem leið lá inn á kaffihús bæjarinns Langa Manga, fékk mér cappuchino og las Vikuna og Lifandi Vísindi.  Varð margs vísari um nýjustu uppgötvanir visindamanna og líffræðinga.  Fund á elstu skordýrategund jarðarinnar, beina uppgreftri á ljónsbeinagrind í afríku og nýja japanska hvalategund sem fékk auðvitað nafn af vísindamanninum sem uppgötvaði hana.  Ég væri alveig til í að láta hvalategund heita eftir mér.  Hvalur Hanna KLO.
Ekki leið á löngu áður enn næstu borð við mig voru þétt setin af þýskumælandi fólki.... "ja...kaffe mit milch....danke shön..."  Hvað dregur þetta fólk hingað á hjara veraldar.  Ísafjörður.
Eftir ansi margar mínútur stóð ég upp, þakkaði fyrir mig og hélt heim á leið.  Það var orðið ansi kalt, ég allaveganna komin með hor í nefið.  En það stoppaði mig ekki í að koma við í ísbúðinni og fá mér einn bragðaref með jarðaberjum....mmmmmmmmmm....  ja og svo varð ég að fara líka í samkaup og kaupa eitthvað snarl fyrir kvöldið.  Ég virðist lenda oft í því að henda einhverju í körfuna mína sem er ekki inni í tölvunni.  Það vekur mikla ánægju þegar ég er komin að kassanum og afgreiðslu stúlkan verður að hlaupa um alla búiðna til að komast að verðinu.  Fólkið á eftir mér er ekki hamingjusamt.. ég horfi bara á þau með augnaráðinu "þetta er ekki mér að kenna"  Ef sama situasjón kæmi upp í ungverjalandi mundi afgreiðsludaman setja upp mæðusvip, ypta upp öxlum og segja "því miður þetta er ekki inn í tölvunni" og þar með gæti ég ekki keypt vöruna.  Szajnos nem tudom.
Já það er ansi kalt úti, var bara loppin á höndunum þegar ég kom heim.  Ég hringdi til Nigeríu í vinkonu mína, og hún gladdi mig með að það væri rúmlega 30 stiga hiti.
Ágætis dagskrá í Imbanum í kvöld svo ég enda bara þennan ljúfa dag á því að hanga í soffanum með popp og cola light.  The Apprentice er uppáhalds þátturinn minn núna, er spennt að sjá hver verður rekinn í kvöld.

Í Mogganum las ég um Þýska grínmynd sem verður sýnd í kvikmyndahúsum á næstunni, Good bye Lenin.  Hún á vist að vera mega fyndinn.  Eitt comment á myndina var "ég var að hlusta á fólk tala þýsku og hló samt..... hver hefði trúað því"*???  ..... ja ich weis das nicht

 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com