Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júlí 30, 2004

Verslunarmannahelgin já, ég hef nú bara aldrei farið neitt um þessa helgi ef undanskilin er ein þjóðhátíð. Hef alltaf verið að vinna, og engin breyting þetta árið. Verð á næturvöktum.

Mamma og Pabbi fóru í morgun. Það er búið að vera voða fínt hjá okkur,fórum í siglingu út í vigur á miðvikudag, fengum voða gott veður. Í gær fórum við í sund á Suðureyri, það er nú frekar mikill draugabær og annaðhvert hús tómt. Í gærkvöldi fórum við í labbitúr um skógræktina, og það var 18 stiga hiti kl 22, svo engins spurning hvar besta veðrið er.

Stelpan sem ég deildi íbúð með er hætt í vinnunni og flutt úr bænum, vegna veikinda sem hún er að díla við, já það hefur margt skrautlegt komið upp í sumar. Svo ég verð ein hér í íbúðinni seinustu 2 vikurnar.

Og í dag var útborgunardagur vei vei.... nema hvað ég er orðin voða stoltur skattgreiðandi. Nokkra tugi þúsunda í skatt þennann mánuðinn, helviti blóðugt, og ekki fæ ég neitt endurgreitt frá ríkinu er örugglega á núlli eins og undanfarin ár. En hef ekki séð álagningaseðilinn minn.

 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com