Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, júní 22, 2005

Vík er góður bær.
Ég er stundum eins og pabbi að spara stefnuljósið, en málið er að vík er svo litill bær að það tekur því ekki að setja á stefnuljósið þegar maður keyrir innanbæjar, hef tekið eftir því að aðrir bæjarbúar eru mér sammála.
Eftir vinnuna á stofunni fer ég oft niður í íþróttahús, litill og fínn þreksalur og góður íþróttasalur þar sem ég fæ útrás. Skrítinn þessi læknir sem er þarna kófsveittur, stendur á höndum og fer í handahlaup. En það kom sér vel í gær þegar einn sundlaugagestur spurði eftir lækni, sundlaugarvörðurinn benti góðlátlega á að hann stæði á höndum inn í íþróttasal.
Ég er að fara að fá næsta belti í capoeira, ætla til Budapest 30.júni í 4 daga í smá capoeira work-shop.

En um helgina er hestamanna mót í Vík, og stórdansleikur með pöpunum... hmmmm best að taka fram saumasettið.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com