Back to the darkness....
Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá ofbirtu í augun í London enda blár himin og þetta gula ekki á boðstólnum hér norðanlega. Þetta frí var allt af fljott að líða. Ég náði að bæta upp fyrir trassaskapinn í jólagjafa innkaupunum næst seinasta daginn úti, hljóp á milli búða og tróð í poka. Á föstudags kvöldinu fórum við svo í leikhús að sjá the hunt for the holy grail, sem er gert eftir samnefndri mynd monthy python. Aðeins of mikið sing and dance en mjög fínt cultiverað kvöld. Laugardaginn röltum við um í Kensington, rétt að viðra sig. En um kvöldið fórum við í jólabot heim til vina Herve, mjög franskt og lekkert. Með kampavíni, oístrum, nóg af Chateau, ostum og fleiri kræsingum. Það var aðeins of mikið áfengi í boði fyrir minn smekk enda er heimferðin úr boðinu eitthvað þokukennd, unnustinn tók því með stóiskri ró og gat mikið hlegið daginn eftir. Gott að geta glatt.
ÆÆÆÆii jæja ég er bara farin að telja niður dagana þar til ég fer alveig út, komin með leið á þessari fjarbúð.
Það er ekki laust við að ég hafi fengið smá ofbirtu í augun í London enda blár himin og þetta gula ekki á boðstólnum hér norðanlega. Þetta frí var allt af fljott að líða. Ég náði að bæta upp fyrir trassaskapinn í jólagjafa innkaupunum næst seinasta daginn úti, hljóp á milli búða og tróð í poka. Á föstudags kvöldinu fórum við svo í leikhús að sjá the hunt for the holy grail, sem er gert eftir samnefndri mynd monthy python. Aðeins of mikið sing and dance en mjög fínt cultiverað kvöld. Laugardaginn röltum við um í Kensington, rétt að viðra sig. En um kvöldið fórum við í jólabot heim til vina Herve, mjög franskt og lekkert. Með kampavíni, oístrum, nóg af Chateau, ostum og fleiri kræsingum. Það var aðeins of mikið áfengi í boði fyrir minn smekk enda er heimferðin úr boðinu eitthvað þokukennd, unnustinn tók því með stóiskri ró og gat mikið hlegið daginn eftir. Gott að geta glatt.
ÆÆÆÆii jæja ég er bara farin að telja niður dagana þar til ég fer alveig út, komin með leið á þessari fjarbúð.
<< Home