Tími fyrir smá fréttaskot.
September var góður mánuður, mamma kom í byrjun mánaðarins og hjálpaði okkur með Hugo meðan ég "skaust aðeins út á vinnumarkaðinn". Tók nokkrar vaktir ca 3-4 í viku, var nokkuð hressandi að fara að vinna kanski af því að í huganum vissi ég að þetta var bara tímabudið. Hugo var fljóur að aðlagast ömmu sinni og þau urðu strax góðir vinir. Pabbi kom í viku í byrjun oktober. Þau fóru svo saman til Islands aftur.
Eg er nú sest aftur á skólabekk. Skráði mig í MSc nám í Health Policy, Planing and Finance, (þýðist á íslensku einhvernvegin heilsuhagfræði og stefnumótun í heilbr.málum). Þetta er eins árs nám kennt við London school of hygene and tropical medicine og London school of Economics. Maður getur að miklu leiti sett saman sitt nám með því að velja úr miklu úrvali af fögum í þessum tvem skólum. Ég ætla meir að einbeyta mér að heilbr málum vesturlanda og mun taka flesta af mínum kúrsum í London school of economics. Þessa önnina er ég í skólanum mán-þri-mið, þá daga er Hugo hjá dagmömmu. Það gengur ekkert sérstaklega vel, hann er ekki að gefa sig í aðlöguninni. Hann vill ekki borða hjá henni en drekkur úr pelanum sínum, hann sefur ekki í eftirmiðdaginn og leikur sér ekki. Bara á öskrinu. Hmmmmm.... hvað á maður að bíða lengi eftir því að hann aðlagist?? Gunnur, hvað á ég að gera?? En hann er voðalega glaður þegar ég sæki hann og dagana sem við erum heima fim og fös er hann eins og engill.
jæja þett er nú lífið í dag,
Baráttukveðjur til íslendinga í kreppu
hanna
September var góður mánuður, mamma kom í byrjun mánaðarins og hjálpaði okkur með Hugo meðan ég "skaust aðeins út á vinnumarkaðinn". Tók nokkrar vaktir ca 3-4 í viku, var nokkuð hressandi að fara að vinna kanski af því að í huganum vissi ég að þetta var bara tímabudið. Hugo var fljóur að aðlagast ömmu sinni og þau urðu strax góðir vinir. Pabbi kom í viku í byrjun oktober. Þau fóru svo saman til Islands aftur.
Eg er nú sest aftur á skólabekk. Skráði mig í MSc nám í Health Policy, Planing and Finance, (þýðist á íslensku einhvernvegin heilsuhagfræði og stefnumótun í heilbr.málum). Þetta er eins árs nám kennt við London school of hygene and tropical medicine og London school of Economics. Maður getur að miklu leiti sett saman sitt nám með því að velja úr miklu úrvali af fögum í þessum tvem skólum. Ég ætla meir að einbeyta mér að heilbr málum vesturlanda og mun taka flesta af mínum kúrsum í London school of economics. Þessa önnina er ég í skólanum mán-þri-mið, þá daga er Hugo hjá dagmömmu. Það gengur ekkert sérstaklega vel, hann er ekki að gefa sig í aðlöguninni. Hann vill ekki borða hjá henni en drekkur úr pelanum sínum, hann sefur ekki í eftirmiðdaginn og leikur sér ekki. Bara á öskrinu. Hmmmmm.... hvað á maður að bíða lengi eftir því að hann aðlagist?? Gunnur, hvað á ég að gera?? En hann er voðalega glaður þegar ég sæki hann og dagana sem við erum heima fim og fös er hann eins og engill.
jæja þett er nú lífið í dag,
Baráttukveðjur til íslendinga í kreppu
hanna
<< Home