Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, september 26, 2003

Föstudagskvold, og það er endalaust tjill í gangi. Við, Björg og Bjartur (systkinin) borðuðum steiktan fisk og fullt af ís á eftir og svo bara krassa í sófanum og glápa á sjónvarp. Vikan er bara búin að vera fín. Eg byrjaði í ungversku á mándaginn svona valáfangi og nokkuð gott að halda við ungveskunni. Eg er búin að vera dugleg að fara í corpus (líkamsræktin) það gengur mjög vel og rosa programm í gangi. I gær fórum við kristin upp á slysó á "duty", vorum í saumaherberginu að fylgjast með saumaskap og nokkrar neglur fjarlægdar og svo fórum við upp á skurðskofu að fylgjast með aðgerð. Þar var verið að negla saman ökla á manni, skrufað 3 skrufur og borað með borvél. Svona borvélar, naglar og skrufur finnst mér ekki aðlaðandi hluti af læknisfræði, ég ætla ekki að vera bæklunarlæknir....held ég. Ég er flinkari að sauma en negla.
Á morgun er árlega fótboltamót norsarana, og ég og kristin erum í liði með nokkrum norskum stelpum á 5 ári og stefnum hátt að sjálfsögdu. Þetta byrjar kl 9 í fyrramálið svo ég held að ég fari bara snemma að sofa. ble.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com