Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Á mínum góða vinnustað stendur til að fara á ráðstefnu til Svíþóðar nokkrar hjúkkur og sjúkraliðar, og það er gott mál. Nú fer að styttast í ferðina góðu og stressið farið að gera vart við sig á sumum bæjum. Það er alveig yndilsega skemmtilega að fyljast með umræðunni hvað hægt er að gera stórmál úr litlu. Nú tvær vikur fyrir brottför er mikið spáð í hvað á að taka með, á að vera í kjól, pilsi, hvernig verður veðrið, á ég að kaupa mér nýjan varalit og ég veit ekki hvað og hvað. Mér finnst svona ferðalög orðið eins og að fara með stræto upp í Breiðholt en ég veit að það er ekki að marka mig, hef hingað til verð talin svona létt kærulaus á mörgum sviðum. En ég get skemmt mér endalaust yfir þessu. Og í því samhengi rifjast upp fyrir mér þegar ég hef séð íslendinga á ferðalagi útlöndum og þá aðalega konuhópa (svona saumaklúbba stemming), alltaf að taka myndir, rall hálfar, kjafta og kalla, skoða í búðir og segja á innsoginu...."gvöð kvað þett´er lekkert". Svona er nú það.

Annars hef ég verið að fyllast af kvefi og er með rautt nef og svolitil þreyta í mér og hef ég ákveðið að hvila mig á heilsurækt og hlaupum i um 2 vikur eða þar til skólinn byrjar. Bara ligg upp í soffa horfi á HM i frjálsum og borða kartöfluflögur eins og iðjuleysingi. Ég fékk nett pirrings kast á sambúðinni í gær sem að öllu leiti hefur gengið vel. Frú Adelhæd hefur verið að passa tvö ömmubörn, strákar sem eru nokkuð fyrirferða miklir en það er nú í góðu lagi. Svo er líka hin amman, eldri kona elskuleg en mjög háróma og talar allt í barna máli og "elsku kúturinn minn og ástargullið mitt" og þess háttar sem er bara mjög fyndið svona í smá tíma. Svo í gærkvöldi komu nokkrar vinkonur og Skúli kærastinn hennar Adelhæd með myndakvöld, og í ofan á lagt var spilaður af geilsadiski kór aldraðra í hæsta........maður lifandi þvílikt fuglabjarg. Öskrandi krakkar, gjammandi gamlar kellur við undirleik kór aldraðra..... þetta er ekki á neina heilbrigða manneskju leggjandi. Eg hugsaði með mer að þetta væri að taka enda, eg verð þarna bara í um 2-3 daga í viðbót. En auðvitað var Adelhæd bara að skemmtasér á sínu heimili og er það yndislegt og ég bara aumur leigandi. Kanski að ég krassi á Grenimelninn í nokkrar nætur ég veit að skúrinn stendur mér til boða. Svo fer í sveitina.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com