Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Þá er blessuð Verslunarmanna helgin afstaðin, mér finnst nú skritið þegar verslanir hafa opið a mánudegi frídegi verslunarmanna, svo virðist að þessi dagur og helgi sé frí hjá öllum nema verslunarfólki.
Helgin var nú róleg hjá mér, eyddi henni að mestu leyti i Arbæjarsundlaug enda besta veðrir i Reykjavik. Ætlaði að vera voða dugleg og synda, en það fór fyrir lítið, letin skreið yfir mig og ég hafði mig ekki upp úr pottunum og sólinni, en það er nú i góðu lagi. Flestir vinir mínir voru að vinna laugard.kvöld og sun.morgun svo að engin nennti i bæinn á laugardagskvöldið. Í eftirmiðdaginn á sunnudag hitti ég Unni á brennslunni, miðbærinn var fullur af hálfnöktu fólki að spóka sig í sólinni og öll kaffihús búin að troða borðum langt út a götu, allt smekk fullt. Unnur var frekar óheppin með matinn sinn, fann hefti i fisknum, fékk þá BBQ kjuklinga samloku og þar var alllangt hár, en hún er ekki klíjugjörn kona, svona getur þetta verið, sveittur kokkur í matseldinni.
Við unnur fórum svo heim til hennar á Eggertsgötuna bara svona að tjílla og fengum okkur öl og lakka á okkur neglurnar. Svo komu þarna Þórhildur, Binna og Bjartmar og þetta endaði i ágætis partýi, og komumst ekki niður i bæ fyrr en um 2. Kíktum fyrst a 22 þar var ekki hræða, á Olstofunni var alveig killer stemming engin tónlist og endemis leiðindi. En á Sólon var stuð, og við Unnur létum til skarar skríða á dansgólfinu með tilheyrandi svitablettum. Hittum Ingvar og hann var i stuði. Alveig svaka fínt kvöld.

I gær hitti ég Bertu a Vegamótum, hún gaf sér tíma frá brjóstagjöfum altaf jafn brosmild og yndæl.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com