Ég fór með kisu í pössun í gærkvöldi til Kristinar, hún ætlar að vera með hana á meðan ég er í París. Í kvöld er sem sagt flugið mitt til Orly sud, og ég er búin að mæla mér mót við Gunnhildi á Charles les Halles. Hún er í Paris í frönsku námi og er í svona international umhverfi, eða eins og hún segir sjálf einungis með asisku og suðuramerisku fólki í bekk sem talar enga ensku, svo það verður bara að nota brostækninga í samskiptum. Þar sem hún er einn mesti djammari sem ég þekki, meira að segja á islenskan mælikvarða, þá efast ég ekki um að við eigum eftir að bralla ymislegt saman. Annars er ég ekki með nein sérstök plön, bara hanga á kaffihúsum, borða goðan mat, hitta fólk, og svo ætla ég að setja mig í samband við einhvern Capoeira club og skella mér í tíma, fá annað capoeria view en frá Sancao.
Hafið góða helgi
Hafið góða helgi
<< Home