Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, júní 25, 2005

Vatsgarðshólar: rigning á síðustu klukkustund, skyggni ágætt.

Já ég fór í skemmtilega vitjun á Vatsgarðsóla í gærkvöldi, þar voru færeyskir ferðalangar í gistingu, eldir hjón, og kallinn orðin veikur. Var eitthvað legni í sundi í gær og hefur bara slegið að honum. Þetta var nú bara saklaust kvef og hiti, en vissara þykir að láta lækni líta á kallinn. Mjög skemmtileg hjón, og þau voru ánægð með að læknirinn væri ættaður úr Færeyjum. Við spjölluðum góða stund. Þegar ég var að fara sagði kallinn að honum væri bara batnað, hafi hresst svona við að fá fallega unga stúlku í heimsókn, hló og var nú hinn kátasti. What ever works.
Víst ég var komin þangað, tók ég smá kvöld rúnt í fallega jónsmessuveðrinu upp að dyrhólaey.

Stelpan sem býr við hliðina á mér heldum mikið upp á Celine Dion, sem ég get nú ekki sagt að sé í miklu uppáhaldi hjá mér. Veggirnir eru mjög þunnir og mjög hljóðbært á milli íbúðanna. Þegar hún setur Celine á fullt og tekur svo hressilega undir fer það ekki fram hjá mér, og það versta er að hún hlustar alltaf á sama lagið aftur og aftur. Þegar hún kom til mín á stofuna um daginn, var ég að hugsa um að skrifa lyfseðil upp á það að Celine Dion væri hættuleg heilsunni og ráðlagt að hlusta ekki á hana. En það er víst ekki vísindalega sannað.

2 duttu af hestbaki í gær.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com