Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, október 22, 2003

Ég vil byrja á því að benda á breytingar á síðunni minni að það er komið inn commenta kerfi og ég krefst þess að allir skrifi comment til mín.
Ég var búin að lofa að tala um síðkjóladansleikinn sem var síðustu helgi. Ég náði að hafa mig til á klukkutíma með upp sett hár svona sirkabát, í pakistanska sægræna silki drssinu mínu. Við fórum nokkur út að borða á városhása fyrir dansleikinn. Eg, krist, skorri, helgi, eggert, tota, thelma, gunna og Ritga, en við náðum að koma nógu snemma á dansleikinn til að sjá upphafs dansinn (fyrsta skipti í 4 ár) og það var fínt. Annars var þetta með hefðbundnu sniði, ég gekk um í royalty character heilsaði kurteislega og hneigði mig eins og prinsessa og strákar kysstu á hendina á mér, allt voða formlegt. En ég var komin heim fyrir miðnætti eins og siðprúðaðar stúlkur gera. Kanski byrti ég myndir frá kvoldinu seinna.
Nú er miðvikudagskvöld og það er komin helgi, já það er frí í skólanum á morgun og föstudag, og ég er að fara í ferðalag. Ég, bjartur, Róbert og 2 sænskar kvinnur erum búin að leigja bíl og ætlum að keyra til Cróatíu og vera fram á laugardag eða sunudag. Mig hefur alltaf langað að koma þangað, og aðeins um 5 tíma akstur frá Budapest. Ferðin er ekkert skipulögð, ætlum bara gera eins og íslenskar fjölskyldur í helgar útilegu "...bara elta góða veðrið" ha ha ha
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com