Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, október 07, 2003

Moskítóflugur.
� gærkvöldi var ég var að undirbúa mig fyrir svefninn og bera á mig krem sem er ekki frásögu færandi nema hvað að þarna sveimandi yfir mér eins og hrægammur yfir hræi moskítófluga. Hún var bara að reyna að gera upp við sig hvar hún ætti að byrja á að gera árás á mig og fannst upplagt að byrja á afturendanum á mér (skiljanlegt) en ég brást snögglega við og sló hana niður. Nú var ég orðin hrædd um að verða bitinn ef fleiri kvikindi fylgdu á eftir, svo ég náði í norna kitið mitt og byrjaði að galdra flugurnar burtu með því að brenna tilheyrandi flugu bana. Þar með eiga allar flugur að drepast. Þá sá ég eitt hvikindi á veggnum, frekar stóra hlussu og ég sá að henni leið ekki vel. Ég varð að aflífan hana og sló hana niður. En eins og í góðum amerískum bíómyndum þó deyr vondi kallinn ekki við fyrsta skot svo ég fann hana og setti hana á náttborðið. Þarna lá hún og var að rakna úr rotinu, ég greip til tiltæks morðvopn og tók augnahára plokkarann minn og ákvað að plokka af henni ranann þá gæti hún allaveganna ekki stungið mig. En óvart fóru framfæturnir af henni líka. Nú lá kvikindið á bakinu með glenntar fætur og var eitthvað að hreyfa sig. ok bara taka af henni vængina í viðbót,ég greip með augnaháraplokkaranum í einn vænginn og hélt í annann aftur fótinn með hinni hendinni. En fóturinn gaf sig á undann....jaja skítt með það. En nú gerðust undur og stórmerki fóturinn fór að hreyfa sig on its own, hnéið beigðist og fóturinn gerði meira að segja heiðarlega tilraun til að standa upp. Þetta eru ónátturuleg og ógeðis kvikindi. En ég var allaveganna ekki bitinn í nótt.

Annað atriði, í dag var gerð heiðarleg tilraun til að sjúkdómsvæða mig. I practical í pulmonology vorum við að taka spirometer test, og úr mínu prófi var það lesið að ég væri með lungnateppu eða asthmatic disease. Eg neitaði að kannast við það, ég var rannaökuð frekar og þurfti að fara inn í lokaðan klefa og gera frekari öndunarmælingar, sat þar inn í læstu glerboxi á meðann bekkurinn minn horfði spenntur á. Eg var dugleg stelpa og náði að bæta niðurstöðurnar nokkuð svo ég slapp við sjúkdómsgreiningu. Reykinga mönnum í bekknum var nokkuð skemmt, þar sem ég skilaði lélegustu lungna niðurstöðum en ég er mjög dugleg að nöldra í þeim um skaðsemi reykinga, ha ha ha mér fannst þetta ekki mjög fyndið. Eg er með útskíringu á þessu að ég var nýbúin að vera í líkamsræktinni um morguninnn og hlaupa 6 km á fastandi maga og lyfta slatta, svo allir vöðvar líkamans voru frekar orkulitlir og nenntu ekki að taka þátt í þessum mælingum.
ó já en eftir skóla fór ég í bjútí trítment, andlitsnudd og dásemd.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com