Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Það er eitt sem ég skil ekki í Ungverjalandi (..kanski fleira), en það er þegar ungverjar halda upp á hátíðisdaga og halda svona útisamkomur. Ungverjar elska skrúðgöngur, einkennisklæddar lúðrasveitir og svona stelpur í stuttum pylsum (ss) sem sveifla priki kasta upp í loft og grípa..( eitthvað sem ég hef ekki séð á islandi en man eftir svona fígúrum úr andrésblöðunum). Ok ekkert að athuga við þetta, en það er tímasetningin sem ég skil ekki. T.D í dag var einhver hátíðisdagur, og dagskráinn byrjaði kl 8. Kl 8 á laugardagsmorgni, hver er vaknaður þá á Íslandi. Ég var á morgun skokki í morgun, mjög krumpuð og illa vöknuð, og bæjarbúar voru samankomnir með barna vagna öll fjölskyldan og hundurinn líka. Lúðrasveitin komin í einkennisbúninginn og stelpur farnar að kasta priki, og rosa stuð mússik í gangi spilaði Sex bomb með Tom Jons... og allir sáttir. Ég sæi fyrir mér 17. Júní hátðtarhöld í Skallagrímsgarði byrja kl 8, það mundu ekki margir mæta, kanski Júlli Bakk með myndavélina.
Á laugardaginn 1.maí, er mikill hátiðisdagur. Fyrir utan að fera frídagur verkamanna sem er reyndar almennur frídagur hér og mikill lúðrasveita dagur (..NB! sundlaugin opnar) þá er þessi 1.maí sérstakur því ungverjaland er að fara að ganga í Evrópusambandið á laugardagiinn. Ég er forvitin að vita hvort hátíðarhöld verða á ungveskum tíma eða evrópskum þ.e. einhvertímann eftir hádegi.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com