Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Já góðann daginn, í dag var eiginlega seinasti skóladagurinn á þessu 4.ári jíbííí, ég segi næstum, því að það er ein praktík á morgun í gynacology, og svo einn seminar í pharm á föstudag, það er allt of sumt. Svo er bara að dembasér í undribúning fyrir lokaprófið í lyfjafræði sem er á mánudaginn eftir viku.
Í gærkvöldi eldaði ég dinner, kristin, Flavíó og Samuel komu að borða. Voða huggulegt og international, en sameiginlegt tungumál ver ungveska... off all things því Flavíó talar ekki ensku.
Þessa vikuna er medicus het sem er fínt orð yfir party. Ungveska félag læknanema stendur fyrir dagskrá undir berum himni í skólanum öll kvold vikunnar, þar sem að ég held að bjórtjöldin trekki mest að ásamt risa gúllash pottinum. Ég mætti mjög samviskusamelga öll kvöldin í fyrra, en mætingin verður eitthvað verri í ár. Ætla reyndar að kíkja í kvöld því að hann Szutsz er að spila með hljómsveitinni sinni. Hann var anatómíu kennarinn minn á 2 ári, algert yndi. Og hann spilar á trommur í hljómsveit. Við Kristin ætlum að kíkja á hann, enda vorum við uppáhlads nemendurnir hans.
ciao
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com