Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Byrjað að snjóa aftur, var þetta góða veður undanfarið bara smá pása á vetrinum? Allaveganna vel þegin pása. Hef heyrt að það sé drullu kalt og snjóskaflar í Ungó svo það tekur ekkert betra við svo sem, en allaveganna er bjart á morgnanna. Ég fer bara í ullarsokka og lopapeysuna mína og skrúfa hitann vel upp.
Fyrir mér í dag liggur það skemmtilega verkefni að pakka niður... er ekki alveig að sjá að öll þessi rusla hrúga í kring um mig passi í 2 töskur.

Í gær fór ég á röltið í bænum, labbaði niður laugaveginn og skoða eitthvað til að kaupa, sjá eitthvað sem mig sárlega vantar. En stundum er eihver tregða í gangi og rosalega erfitt að versla. Gat bara ekki keypt fyrstu flíkina, og allir vita að það er mjög mikilvægt að kaupa fyrstu flíkina og hita korið upp. En kortið var bara ískalt. Var reyndar með það bak við eyrun að það var ekkert pláss í töskunni. Kom líka við í kringlunni og náði þar aðeins að eyða, vítamín, shampoo, DVD myndir, krem og annar bráðnauðsinlegur varningur.
Í dag er vinkonu dagur, fór í heimsókn til Bertu og Lilju Berglindar áðan. Hitti Unni á vegamótum á eftir og svo Gullu og Ingu í kvöld. Svona good bye hittingur.
Kikti við hjá Halldóru í gærkvöldi, hún er búin að setja upp work out plan fyrir mig, nú á sko að taka á því í ræktinni, aðeins að brjóta upp æfingaprógrammið, enda orðin þreytt á að gera alltaf það sama. Eg verð þá orðin ansi þrýsinn og stinn í vor....
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com