Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, október 27, 2004

vek athyggli á mbl.is
Ríkisstjórn Ungverjalands hefur bannað sölu á papriku í landinu af heilsufarsástæðum, eftir að eiturefnið aflatoxín fannst í paprikum sem þrjú ungversk fyrirtæki dreifa. Jafnframt hafa Ungverjar verið hvattir til þess að fleygja öllum paprikum sem þeir kunna að eiga til heimavið, en paprikan er afar vinsæl kryddjurt í Ungverjalandi.

Bann við sölu á papriku tekur gildi á miðnætti í kvöld að ungverskum tíma. Jeno Racz, heilbrigðisráðherra landsins, sagði að bannið yrði í gildi þar til prófanir hefðu verið framkvæmdar sem staðfestu hversu mikið magn papriku hefði orðið fyrir eituráhrifum.

og

Vísindamenn við störf á afskekktri indónesískri eyju, Flores, hafa fundið bein forndverga sem lifðu þar um öróf alda einangraðir frá umheiminum og á sama tíma og maðurinn lagði heiminn að fótum sér. Meðal annars hafa þeir fundið bein fullvaxta dvergkonu sem verið hefur 91 sentimeter.
Ég vildi að þetta litla fólk væri enn til... mig langar að eiga svona forndverg.

 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com