Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Sunnudagur, ég horfði á mig í spegli í morgun, í allt of stórum gallabuxum í ullarpeysunni (lika nokkuð stór) í ullarsokkum með gat á hælnum úfið hárið og með kaffibolla sem hefur ekki verið þrifinn í um viku og gamlar kaffi slettur leka niður bollann. Hver annar drekkur úr skítugum kaffibollumm??? (spurning dagsins) Ég á það til þegar ég er í profum að verða ekki mjög útlits fríð en það er allt í lagi er ekki með einbeitinguna á útlitið, hverjum er ekki sama þó að ég sé heima með bólu á nefinu, óplokkaðar augnabrúnir, loðinn undir höndunum og í peysu með matarslettum á bringunni og öll í kattarhárum. Já ef það gefur mér góðann árangur í profum þá er það hið besta mál. Það er líka svo gaman eftir profatímabilið að fara allt í einu í sæmileg föt og sétja á sig meik up því þá er ég löngu búin að gleyma hvað ég get verið sæt þegar ég hef mig til.

Ég hef mikla samúð með micael jackson þessa daganna, amerikanar eru ekki hægt, vissi það reyndar fyrir löngu. Þvílíkt fjölmiðla fár á CNN, ég lít á manninn sem algjört fórnarlamb frægðar sinnar og erfiðrar æsku. Hvað svo sem er satt í þessu máli (og það mun aldrei neinn vita sannleikan hvað gerðist í raun og veru), þá á hann alla mína samúð. Hann er ekki heill maður það er satt, er bara skemmdur, en hver skilur börnin sín eftir hjá skemmdum einstaklingum, ekki mundi ég gera það.

Ég er mjög abbó út í kicole Kidmann, hún er há og grönn með hvíta húð og rautt hár (eins og sumir) og er með Lenny Krawich, þetta er náttúrulega ekki sanngjarnt. Hann er kynþokkafyllsti maður sem hefur stigið á þessari jörð (og kanski DAngelo) og ef hann hefði eihvertímann hitt mig þá væri hann ástfangin af mér, það er enginn spurning, allavegann ef ég færi úr ullarsokkunum, hún var bara á réttum stað á réttum tíma. Um daginn dreymdi mig lenny og hann var að læra íslensku, held að það sé sign. er það ekki.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com