Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Komin aftur í kotið mitt. Það var ekki átaka laust. Þetta byrjaði allt saman með því að vélin með icelandic express var sein um klukkutíma og það þýddi að ég missti af tengifluginu mínu til Buda, þó að því flugi væri líka frestað umklukkutíma þá var innrituninni lokað þegar ég kom... sorry, you have to buy new ticket with the next flight tomorrow. Ég tók þessu öllu með miklu jafnaðargeði, og fór bara í næstu video búð og keypti mér DVD myndir, Collateral og 6. seríu af The sex and the city, náði mér í samloku og te, settist svo niður með tölvuna mína og hofði á bío alla nóttina. Alls 20 þætti af Sex and the city plús myndina. Svo keypti ég nýjan miða til Buda ummorgunin og var svo komin heim um miðjan dag á laugardaginn, svona fór nú sjóferð þá.

Já það er kalt í Ungó. Um 15 stiga frost á morgnanna og allann daginn. En stóri plúsinn er að það er sólskin á morgnanna kl 7 þegar ég vakna. Ég held að ég ljóstillifi, því ég er bara önnur manneskja ef ég fæ smá sólskin í andlitið og birtu í allann kroppinn.

Það er bara fínt að byrja aftur í skólanum nokkur ný fög en annars sami rúnturinn. Alveig reddí að klára þessa seinustu alvöru önn í þessum skóla... jibbíí það hljómar ekkert smá vel. Fullt af góðum fyrirheitum liggja í loftinu, langar að vera rosalega dugleg að mæta í skólann og fyrirlestra. Vera svolítið dugleg að læra heima. Dugleg í ræktinni (held að ég standi helst við það). Hringja í tónlistarkennarann og byja í gítartímum. Halda áfram í spænskutímunum. Svo eru miklar hugmyndir strax komnar upp á borðið í sumaklubbnum sem er komin með nýtt nafn, artklúbburinn TEART. Miklar hugmyndir og mikil sköpun í gangi.

Við sjáum hvað verður úr verki....
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com