Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, nóvember 28, 2003

Já ég á það til þegar ég er í prófum að detta inn í eitthvert ofurskipulag og fer eftir því eins og róbót, ok fínt gengur upp so far. Þessa daganna er ég að fara í corpus gym á morgnanna. Í morgun þegar klukkann hringdi átti ég í rökræðum við sjálfa mig eins og gjarnan fyrst á morgnanna, ein rödd sagði mér að fara á fætur en hin vildi sofa árfam, en það sem gerir út um rökræðurnar þegar ég segi við mig "sumir hafa ekki þetta val að fara fram úr á morgnanna, eða jafnvel hafa ekki fætur og mundu gjarnan hlaupa ef hægt væri" ok ok ég skammast mín fyrir sjálfsvorkunina og fer af stað, allaveganna hlít ég að vera fysta manneskjan að fara á stjá í bænum. Eg skelli mér í gallan og fér út, yndælis veður sólskin og nálægt 15 stiga hiti og klukkann rétt að verða 7, en nei ég er ekki fyrsta manneskjan að fara á fætur í þessum bæ. Það eru þegar komnir flokkar að raka saman lauf og sópa götur, búðin á horningu er opnuð og fólk að verlsa eins og ekkert sé sjálfsagðara, krakkar að fara í skólann og leikskólinn að opna. Þar sem ég hleyp fyrir götuhornið sé ég heimilislausa manninn sem er oft her á sveimi, og það vantar á hann aðra löppina og hann er að betla pening. Á þessari stundu geri ég mér grein fyrir þeim hroka, hégóma og sjálfsvorkun sem maður sekkkur í. Ég krossa mig í bak og fyrir þakka fyrir allt sem ég hef og hversu lánsöm ég er og met það mikils að hafa tvær fætur til að ganga á og draga djúpt andan með sólskinið í andlitið á mér, og ég hef val hvað ég ætla að fá mér í morgunmat. Og með því að henda af mér hégómanum allaveganna um stund hljóp ég mun léttar, já hann er þung byrgði að bera. Þessi uppljómun fylgdi mér svo inn í daginn. Ja það er erfitt að búa í þessum hluta heimsins þar sem maður hefur alla þessa valmöguleika, sjálfvorkunin hefur sér engin takmörk. Þannig hljóðar "guðsbjall" dagsins.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com