Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, febrúar 12, 2005

Fyrsta vikan í skólanum búin og allt komið í sínar skorður. Studnataflan mín er bara fín þó að ég sé í skólanum nær fra 8 til 17 alla daga. Búin að æfa eina viku eftir Halldóru plani, og maður lifandi hassperrurrnarrrrr sem ég er búin að vera með, geng um eins og gömul kona í skólanum, er að pæla í að mæta með staf. En þetta er alveig drullu skemmtilegt. Fór líka á 2 capoeira æfingar í vikunni, eina 2 og hálfan klukkutíma í dag. Já nú ætlar Sancao að láta okkur taka á því.

Fullt af góðum hlutum hafa gerst líka í vikunni, eins og ég keypti saumavél og fengið fullt fullt af hugmyndum í að breyta gömlum fötum. Svo fékk ég hugmynd af lokaverkefni sem er skynsamlegt að byrja á svo það hangi ekki alveig óklárað yfir manni á 6. árinu, allaveganna búin að brjóta heilann mikið um eitthvað efni. Svo kom Abdulla sem er í mínum bekk frá indlandi með þá snilldar hugmynd að opna þann möguleika að taka hluta af 6.ars verklega á Indlandi, mjög spennandi, sjáum hvað gengur eftir.

Svo ég get ekki annað sagt að tækifærin og hugmyndirnar flæða til min
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com