Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, október 17, 2003

Einn af bekkjafélagi minn til þriggja ára fékk nú inngöngu í háskóla i Haifa i israel og er nú á förum fra Debrecen. Umdeildur strákur sem hefur ekki ófáa daga farið í mínar fínustu og ekki sloppið frá íslenskri hreinskilni frá okkur frænkum, skellibjöllurnar í bekknum. Hann hélt smá óformlegt kveðjupartý í gærkvöldi á ElTornato, það var bara fínt og hann er nátturúlega rosalega hamingjusamur yfir þessu öllu saman. Ég sat þarna á milli tveggja stelpna sem reykjtu eins og strompar ásamt hinum 100 gestunum á staðnum, svo eftir klukkutíma var ég orðin rauðeygð og stinkí.....held ég fari heim. Þetta er nátturlulega félagsleg fötlun að þola ekki reyk, en ég hef ekki hugsat mig um að reyna neitt að leggja mig fram við að reyna að venjast honum, reykurinn er hreinasta ógeð. Eg fór fyrir miðnætti, kvaddi kurteislega. En ég fór til einnar stelpu sem eg þekki hérna fra Pakistan til að skoða föt fyrir gala síðkjólakvöldið sem er á morgun. þannig er að stelpur frá indlandi og paskitan hér í skólanum eru alltaf í svo bjútíful fötum á þessu balli, sari og öðrum þjóðlegum búningum úr silki og dasamlegum efnum og öllum regnbogans litum. Svo eru þær flestar mjög sætar með sítt svart hár og dökka húð og heildar myndinn er eitthvað svo rétt. Ég mátaði fullt af fötum og ekki passaði allt, ég með mínar íslensku vikinga axlir átti erfitt með að troða mér í skyrturnar. Þetta var mest eitthvað svona mis með rautt hár og hvíta húð í útsaumuðum búningum í regnbogans litum, hmmm heildar myndin var eitthvað skökk. En eitt dress var mjög elegant og gat passað skandinavískri dömu eins og mér. Safír grænt silki pils og bollur með gullnum saum, og sjal yfir axlirnar í stíl, ekkert of flókið og getur komið vel út þegar ég er búin að setja hárið upp, setja á mig andlitið og skartgripi. ja fékk lanuð fullt af armböndum og keypti mér eyrnalokka í dag, sem eru frekar halló en geta gengið í þessu tilviki. Ég, krist, skorros, Tota, björg og ritka og kanski fleiri ætla út að borða fyrir dansleikinn á fínum veitingastað, gaman gaman, og vera svo komin heim á kristilegum tíma, ja þetta verður forvitnilegt.
|

miðvikudagur, október 15, 2003

ég lofaði að blogga um partyið, en nú finnst mér óralangt síðan en í stuttu máli sagt þá komu rosalega margir og mikið rennerí af fólki, örugglega 100 manns. Mikið dansað, borðað og drukkið en samt þó að snyrtimennskan var í fyrirrúmi og enginn nágranni kvartaði yfir tónlistinni enda hún ekkert til að kvarta yfir, top-of -the-cream skvísu/dans tónlist snilldarlega valið af Björg, fékk mig allaveganna til að svitna. Þetta endaði svo á Íslenskir karlmenn með stuðmönnum og allir íslendingarnir í partýinu ætluðu að trillast, en það var rekið út upp ú kl 1, og partý sjúkir einskaklingar fóru á joy (allir). ja endalaust gaman. Á laugardaginn skellti ég mér á körfubolta leik þar sem Debrecen var að spila við eitthvert lið, og vann aðsjálfsögdu enda bara nokkuð góðir. Þetta minnti mig óneitanlega á gömlu góðu daganna þegar Skallarnir voru upp á sitt besta, rosa stemming og áhorfendur kölluðu "dómarann í sturtu" á ungversku alveig eins og Borgnesingar. Gaman að gera eitthvað annað en sem tengist skólanum. Annars lærði ég smá um helgina fyrir fæðingarlækn. prof sem ég tók á þriðjudaginn, það var ekkert flókið og tókst með lítilli fyrirhöfn.
Á mánudagsmorguninn var ég á slyso og hjálpaði til við að taka fingur af gömlum manni, hann hafði lent í einhverri hakkavél svo það ver ekki erfitt að klippa hann af. Eg deyfði hann, kennarinn tók puttann af og svo saumaði ég fyrir. Ég var frekar óstyrk í fyrsta sporinu enda fyrista skipti sem ég sauma vakandi mann, en þetta tókst nokkuð vel en ég fékk stórann svitablett undir hendurnar. Manninum heilsast vel... held ég. Og í kvöld í BST (basic surgucal techniqes) þá fjarlægði ég milta úr hundi.... er ekki viss um að kvutti lifði það af en það er önnur saga. Þessa vikuna er skóli á laugardaginn, því það er löng helgi næst. Það er frekar ómennst að mæta kl 8 í skólann á laugardagsmorgni, en hvað gerir maður ekki fyrir langa helgi. Þetta er almennt her í Ungverjalandi, allir leggjast á eitt um að hafa 2 föstudaga í röð, ekki bara í skólunum, þetta er svolítið merkilegt fyrirbæri. Og svo er alveig að fara að breyta klukkunni yfir í vetrar tímann, ég verð að spurja hvenær það er, ég get aldrei munað það. Klukkan færð aftur um einn tima. Svo ég minnist aðeins á veðrið (mjög áhugaverð topic fyrir islendinga) þa er orðið skítkalt herna, ég búin að taka fram vettlinga, trefil og úlpu.....brrrrrrr..... en það er endalaust logn
fleira er ekki ífréttum fréttir verða sagðar næst þegar vel viðrar í kollinum á mér
|

mánudagur, október 13, 2003

hei, tid verdid ad fara a siduna hennar Bjargar og skoda myndir ur partyinu sem var um helgina. blogga meira seinna

golightly.blogspot.com
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com