Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, júní 19, 2004

Sól og blíða á 'Isafirði í dag eins og alla daga virðist vera. Allt fínt að frétta úr vinnunni, aðstoðaði í gærkvöldi við fæðingu sem var mjög ánægjulegt og gekk rosa vel. Fyrir utan það svolítið mikið að gera á deildinni þessa daganna.

Ég verð að viðurkenna að það kemur upp í mér einhver fótbolta áhugugi þessa dagana, og laumast til að fyljgast með EM, og hef mesta ánægju á að horfa á þessa fallegu menn. Það var alveig yndi að horfa á leik Hollands og Tékklands, tékkinn númer 15 fær hæstu einkun hjá mér. Afhverju er maður ekki í Portúgal??? Eg skil þetta ekki, einhverj miskilningur á ferðinni.
|

fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega hátið, glymrandi þjóðhátiðaveður á Isafirði í dag og fólk labbar um í skrúðgöngu (bara kl 2 eftir hádegi). Það er aðal samkomustaðurinn er túnið fyrir framan sjúkrahúsið svo ég get fylgst með öllu héðan úr vinnunni, svona á milli hlaupanna. Rölti kanski um svæðið á eftir, langar svolítið í leiktækin.

Ég kom til Isafjarðar í gær eftir gott frí, og það var bara fínt að koma aftur og byrja að vinna.
Seinasta daginn í sveitinni lenti ég í miklum byggingaframkvæmdum, en það er verið að steypa grunn og ég bar sement í steypuvélina alls um 5000 kg yfir daginn, og fór létt með..... eða svonleiðis.
|

mánudagur, júní 14, 2004

Er stödd í sveitasælunni þessa daganna, fer aftur vestur á Isafjörð á miðvikudag.
Fór með Gunnhildi á Brennsluna á föstudagskvöldið, það er alveig uppáhaldskaffihúsið hjá mér (og vegamót), hún sagði mér allt um kínaferðina og nú verð ég að fara til Kina.
Á laugardaginn fór ég með Unni til Gunnar í útskriftaveislu en stúlkan er orðin leikskólakennari. Þar var mikið húllum hæ, spilað á gítar og þess háttar læti. Enduðum svo níður í bæ að dansa á hverfisbarnum. Það var hundleiðinlegt veður í bænum um helgina. Ég var svo himinlifandi þegar Gunna hringdi í mig eftir hádegi í gær að spurja hvort að ég vildi fara á American style.... jibíí cola, Ester sem var ný skriðinn á klakann kom með okkur. Uuummmmm..... ekkert jafnast við suddaborgara á sunnudögum, sátum svo lengi að spjalla og drekka cola.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com