Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, september 29, 2004

Ég er byrjuð að læra spænsku, allaveganna mæti einu sinni í viku í spænsku tíma, en gef nú ekkert út á árangurinn. Þetta er nú svona meira forvitni.
Á morgun eru við nokkur í bekknum mínum að spá í að fara til Rúmeníu, að heimsækja Drakúla í Transilvaníu. Þetta er eitt af því sem ég er búin að ætla að gera lengi, svona þegar maður býr í næsta nágrenni. Ef maður drífur sig ekki þá gerist ekkert. Svo líklega verð ég þar um helgina.
|

þriðjudagur, september 28, 2004

Ég afrekaði það í dag að fara á Immigration office. alltaf hausverkur hvers haust að tékka sig inn þar með tilheyrandi pappírum. En þjónustan þar fer batnandi með hverju ári, nú þarf maður ekki að ná i Residence perm. heldur fær það sent í pósti. Það sparar nokkra klukkutíma í röð.
Hvað annað er nýtt....allt er svona frekar hefðbundið, er frekar löt að gera eitthvað annnað en að fara í skólan og í Corpus, er bara að tjilla heima á kvöldin, og meira að segja lesa smá... aðeins af einskærum áhuga.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com