Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Jæja þá er seinasti skóladagurinn á þessu ári búin, og ég svona nokkuð komin með prófa áætlunina mína á hreint. En næsta próf verður dermatology (húðlækn.) á miðvikudag. Vona að það hafist þó að ég sjái ekki fram á mikin lærdóm um helgina, en þá er capoeria workshop. Fullt af capoeira fólki frá brasiliu, spáni, budapest og víðar kemur í bæin og við ætlum að vera að sprikla saman um helgina, og á sunnudagin er eins konar "próf" og ég fæ næsta belti, sem er græna beltið. Þetta verður fjör.
|

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

hvað segið þið... blindbylur á höfuðborgasvæðinu???
|

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Þetta Argo partý var bara fínasta fínt. Uppalið ungverjalands saman á felleríi í vöruskemmu, sem er upplagt þegar hitastigið úti er við frostmark. Þó að ég sé ekki mikið áhugamanneskja um trans tónlist þá skemmti ég mér bara ljómandi, og endaði á Genius eitthvað fram undir morgun. Meðvitundar stigið hjá mér var ekki á ástandi til að evaljúata geð eða behavior, allaveganna ekki sem má leið kvöldið. Eg meikaði það ekki upp í TB fyrr en kl 4 í dag....argggg. Svo í kvöld höfum við kristin setið þar og spjallað um geðsjúkdóma. Pöntuðum okkur pissu í kvöldmatinn. Greinilegt að við erum ekki vanar að panta mat, því við enduðum með party size pissu sem er um 2 fermetrar, svo við brauðfæddum alla sem voru að læra í TB.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com