Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

miðvikudagur, október 06, 2004

Ég bendi á að mynda linkurinn frá Nígeríu er virkur núna....
|
Merkilegir hlutir að gerast i Afganistan, þar eru forsetakosningar í vændum eins og í USA, en í Afganistan er kona að bjóða sig fram, eitthvað sem aldrei hefur gerst i hinu landinu, á hvorum staðnum eru kvennréttindi betur á veg komin??? ég bara spyr.

Ýmisslegt að gerast í heimi visindanna. Sænska Nóbelsakademían er að útbítta verðlaunum þessa daganna, þar eru bandaríkjamenn og ísraelar efst á vinsældarlistanum. Ég var að segja um daginn á taugadeildinni, hverju skiptir þefskynið máli, annaðhvort finnur maður lykt eða ekki. Nú voru nóbelsverðlaunin í læknisfræði gefin fyrir rannsóknir á lyktarskyni og ég verð að éta ofaní mig yfirlýsingarnar. Nú er búið að finna fullt af próteinum og signal pathways hvernig maður finnur lykt.... afar mikilvækt.
Og lyfjafyrirtækið Merck & Co er í djúpum skít eftir að gigtarlyfið Vioxx var dregið af markaðinum í seinustu viku, get ýmundað mér hvað margir (amerikanar) munu fara í mál við þá eftir að rannsókn sýndi fram á high risk cardóvaskular event eftir langvarandi notkun þess. Þess má geta að TR borgaði um hálfan milljarð vegna þessa lyfs á seinustu tvem árum.

Ég er ekki alveig búin að klára ferðakvótann minn þetta árið, því ég er að fara til Parísar í næstu viku. Ég ætla að heimsækja Gunnhildi vinkonu mína sem er þar í frönskunámi. Já má ég minna á að það er u.þ.b. helmingi ódyriar fyrir mig að fara til Parísar heldur en að fara frá Ísafirði til Rvk.

Hasta logo
Hanna
|

mánudagur, október 04, 2004

Rak augun í einkennilegar fréttir á mbl.is í gær
annarsvegar frétt, að um 50 krökkum hafi verið vikið úr fjölbraut á Isafriði vegna agabrota. Ég get alveig ýmundað mér kjaftasögurnar á fsi. Og svo önnur frétt frá Selfossi þar sem maður var handtekin eftir kynferðislega misnotkun á hestum...... fólk er alvarlega lasið.

Ferðin til Rúmeníu var alveig stórkostlega skemtileg og ég er mjög fegin að hafa drifið mig af stað. Þetta er mjög fallegt land, sérstaklega nú í haustlitunum. Við keyrðum á 2 bílum og fórum næstum alveig til Bucarest. Skoðuðum kastala og nokkra gamla bæi og kirkjur. Við vorum mjög heppin með veður og góður morall í hópnum. Ég mæli með bíltúr um Rúmeníu.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com