Ég var (og er) svona íþrótta nörd sem fannst gaman að fara í leikfimistíma, fara í röð og gera allskonar eins og kollhnísa áfram og afturábak, taka tillhlaup og stökkva á kistu, kubb eða hest og lenda voða elegant á dýnu. Gat leikið mér í þessu alveig endalaust.
Á fimmtudags capoeira æfingum fæ ég svona nostalgíu kast, við erum að æfa í gömlum leikfimisal þar sem er hellingur af kistum, dýnum, köðlum og skemmtilegu dóti. Svo eftir æfingu leikum við okkur að gera allskonar hættuleg stökk. Eg t.d. stökk afturábak af kistu á mjúka dýnu. Fæ ekkert smá kikk út úr þessu. Og finnst auðvitað skemmtilegast að apa eftir strákunum, því þeir eru svo ógeðslega góðir.
Á fimmtudags capoeira æfingum fæ ég svona nostalgíu kast, við erum að æfa í gömlum leikfimisal þar sem er hellingur af kistum, dýnum, köðlum og skemmtilegu dóti. Svo eftir æfingu leikum við okkur að gera allskonar hættuleg stökk. Eg t.d. stökk afturábak af kistu á mjúka dýnu. Fæ ekkert smá kikk út úr þessu. Og finnst auðvitað skemmtilegast að apa eftir strákunum, því þeir eru svo ógeðslega góðir.