Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ég var (og er) svona íþrótta nörd sem fannst gaman að fara í leikfimistíma, fara í röð og gera allskonar eins og kollhnísa áfram og afturábak, taka tillhlaup og stökkva á kistu, kubb eða hest og lenda voða elegant á dýnu. Gat leikið mér í þessu alveig endalaust.
Á fimmtudags capoeira æfingum fæ ég svona nostalgíu kast, við erum að æfa í gömlum leikfimisal þar sem er hellingur af kistum, dýnum, köðlum og skemmtilegu dóti. Svo eftir æfingu leikum við okkur að gera allskonar hættuleg stökk. Eg t.d. stökk afturábak af kistu á mjúka dýnu. Fæ ekkert smá kikk út úr þessu. Og finnst auðvitað skemmtilegast að apa eftir strákunum, því þeir eru svo ógeðslega góðir.
|

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Eddie Izzard á íslandi 9 mars, og miðarnir seldust upp á 8 min.
Ég mundi gera mikið fyrir að vera á þessu sjói
|

sunnudagur, febrúar 20, 2005

What a wonderful Sunday.
Fór í Thermal í morgun þ.e. eftir að ég vaknaði kl.11. Alltaf svolítið vafasamt að fara einn í sund því alltaf einhverjir perra kallar sem hafa eitthvað að segja. Kom svo heim og dundaði mér í allann dag. Bera á mig clarins olíu og andlits maska, eldaði lax, drakk mikið té, setti í þvottavélina, skipti á rúminu, tók til í herberginu mínu, vaskaði upp, bakaði köku, lærði slatta, lagði mig aftur, klapppaði kisu voða mikið og svona almennt dundur heima við. Ég elska sunnudaga. I kvöld var artclub heima hjá ritgu. Mætti þar klukkann sex. Þá voru þær búnar að baka köku, gera voða fínt ávaxtasalat og te, og fullt af pökkum handa mér. Sannarlega surprise afmælis glaðningur. Og skorri gaf mér blóm í tilefni konudagsins og yndilsegan shower cap. Svo saumuðum við og framkvæmdum fullt af crazy chínos hugmyndum.
Hvað get ég sagt annað en I feel so loved

chí chí Chínos
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com