Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Það er eitt sem ég skil ekki í Ungverjalandi (..kanski fleira), en það er þegar ungverjar halda upp á hátíðisdaga og halda svona útisamkomur. Ungverjar elska skrúðgöngur, einkennisklæddar lúðrasveitir og svona stelpur í stuttum pylsum (ss) sem sveifla priki kasta upp í loft og grípa..( eitthvað sem ég hef ekki séð á islandi en man eftir svona fígúrum úr andrésblöðunum). Ok ekkert að athuga við þetta, en það er tímasetningin sem ég skil ekki. T.D í dag var einhver hátíðisdagur, og dagskráinn byrjaði kl 8. Kl 8 á laugardagsmorgni, hver er vaknaður þá á Íslandi. Ég var á morgun skokki í morgun, mjög krumpuð og illa vöknuð, og bæjarbúar voru samankomnir með barna vagna öll fjölskyldan og hundurinn líka. Lúðrasveitin komin í einkennisbúninginn og stelpur farnar að kasta priki, og rosa stuð mússik í gangi spilaði Sex bomb með Tom Jons... og allir sáttir. Ég sæi fyrir mér 17. Júní hátðtarhöld í Skallagrímsgarði byrja kl 8, það mundu ekki margir mæta, kanski Júlli Bakk með myndavélina.
Á laugardaginn 1.maí, er mikill hátiðisdagur. Fyrir utan að fera frídagur verkamanna sem er reyndar almennur frídagur hér og mikill lúðrasveita dagur (..NB! sundlaugin opnar) þá er þessi 1.maí sérstakur því ungverjaland er að fara að ganga í Evrópusambandið á laugardagiinn. Ég er forvitin að vita hvort hátíðarhöld verða á ungveskum tíma eða evrópskum þ.e. einhvertímann eftir hádegi.
|

föstudagur, apríl 23, 2004

góða kvöldið, ekkert svosem merkilegt að frétta, búin að vera að puðast í lestrinum í dag,var í TíBí. Mér finnst svo ágætt að skipta um stað og geng á milli bókasafna, TB og heima. Fékk svo yndælt axlar nudd frá Hansa í dag, að ég held að ég fari bara aftur í TB á morgun. En er að reyna að vera ekki með axlirnar upp í eyrum, það þarf ekki nema að það sé norðanátt og mínus 5.
Ég náði allaveganna að nota þetta föstudagskvöld í að hand þvo alla brjóstarhaldarana mína, og kjólinn hennar Natali sem hún lánaði mér fyrir langa löngu. Ágætis afrek

Hér eru nokkrar myndir úr capoeira, ekki þó mínum hóp, en þetta erum við allaveganna að gera. Og svo kem ég heim og æfi mig á stofugólfinu og kisa og Björg eru farnar að halda að ég sé búin að missa vitið.....endanlega







|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Fyrir þá sem voru ekki í Debrecen í dag, þá má kíkja á þennann link og sjá yndilsega veðurspá

http://weather.yahoo.com/forecast/HUXX0004_c.html?force_units=1

Orkan er bara fín í dag, eins og meðal orkuver.... og ég les og ég les í sól og sumar yl, því ég verð að ná í næsta sinn
passar næstum því, allaveganna var sól og sumarylur í dag. En ég kyppi mér ekki mikið upp við sólargeislanna, finnst það voða yndilegt en ég fyllist ekki löngun til að rifa mig úr fötunum.
Ég fékk lánað 3.season af The Simpsons í dag, það er hefð á mínu heimili að glápa á simpsons í prófatímabilinu, ca 2 þætti á kvöldi........ alveig hyperinterlectual

|

mánudagur, apríl 19, 2004

Í gær var rólegheitar dagur, grenjandi rigning um morguninn svo ég hélt mig bara heima í náttfötum og drekka te og lesa. Kisa var voða ánægð að vera ekki ein heima. Lesturinn gengur bara svona.... ég sit allaveganna við með ágætis athyggli. Ég ákvað svo að fullkomna daginn með því að fara í bjútíful bað og snemma að sofa. Vaknaði fyrir allar aldir í morgun og dreif mig í corpus. Fór svo heim, stokk í sturtu og borðaði hollann morgunmat, svo að mér fannst ég vera bara nokkur fersk þegar ég mætti á bókasafnið, hafði meira að segja sett á mig maskara svona til að vera allaveganna semi-lekkert.
Ein vinkona mín hafði á orði hvað ég væri þreytuleg "you really look tired" .....ha hugsaði ég , ég sem var að enda við að dásama ferskleika minn. En það kom ekki að sök, því að ég átti pantaðan tima á kosmetica hjá Agnesi. Hún nuddaði mig og hafði slakandi tónlist og ég stein sofnaði, eftir tímann sagði hún "you must be really tired" ... ok nú er ég farin að trúa þvi að ég sé þreytt. Það er búið að tala í mig þreytu. Ég sá mér ekki annað fært en að kaupa mér gott krem fyrir þreytta húð, og konan í búðinni sá sér ástæðu til að gefa mér prufu af kremi fyrir dökka bauga undir augum.....
hvar endar þetta.......
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com