Hún systir mín ljósmóðirinn er búin að læra svona nálastungur.  Mér finnst það voða spennó, í kvöld kom ein ólétt kona hingað í stungur og ég var voða æst að fá stungur líka.  Þó að ég sé ekki með grindagliðnun, mjóbaksverki eða annað sem hrjáir óléttar konur.  Fyrir valinu voru 7 punktar, einn á enninu fyrir slökun og svefn, verkjapunktar á sitthvorri hendinni, og svo 4 í löppunum þar meðtalinn "konupunkturinn" (vona að ég fái ekki hriðar eftir það). Lá eins og nálapúði upp í rúmi í hálftíma og reglulega nuddað í nálunum.  En þetta er bara hlevíti magnað, var dofin og með heitan straum niður í hendur og fætur.  Nú veit ég hvernig þetta er.
Bara rólegheitar dagar hjá mér, fer líklegast upp í sveit á fimtudag.
    
    Bara rólegheitar dagar hjá mér, fer líklegast upp í sveit á fimtudag.
 
