Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

laugardagur, mars 31, 2007

So finally it has happened, I got a J O B

Var skyndilega kölluð í atvinnuviðtal í liðinni viku. Vá fyrsta alvöru atvinnuviðtalið mitt, formlegt og alles.
Að sjálfsögðu var ég ráðin en ekki hinir sem voru líka yfirheyrðir. Hvernig gátu þeir gengið framhjá mér, eg er svo charming og indæl. Svo þetta er aðstoðalæknis staða á blóðmeina deild (heamatology og oncology) á Good Hope NHS hospital í Birmingham, 9-5 vinna og svo ein vakt í viku á bráðamóttöku medicin. Alveig vorderful job til að byrja á, slæma hliðin á þessu er að ég er ekki í London, svo ég verð í Birmingham í virka daga og kem heim um helgar, bara einn og hálfur kls í lest á milli. Þetta ætti að þolast tímabundið, en þessi staða er í 4 mánuði.
Fór að því tilefni í smá shopping leiðangur í dag niður á oxford, kaupa mér elegant föt til að vinna í. Það er ekki hvítur sloppur og klossar hér, ó nei, hér er snyrtimennskan í fyrir rúmi, draktir og jakkaföt.
Hef varla séð unnustann minn undanfarið, hann hefur verið að vinna eins og vittleisingur, týpist svo þegar hann er komin í páskafrí þá er ég að vinna.
Ce la vie.
|

þriðjudagur, mars 27, 2007

Summer time, time for blog

Búið að færa klukkuna og enginn afsökun fyrir vorið að mæta ekki, en ég held að það sé hér. Allaveganna komin blóm á tréin.
Hef verið að lesa fyrir ALS prof sem ég er að fara í á fimtudaginn, tók svoleiðis námskeið í seinustu viku (advanced life support) hélt þetta væri svona easy peasy skyndihjálpanámskeið, en svo þegar ég sá reynda lækna falla á þessu prófi fór ég að taka þetta alvarlega og varð smá stress.
Erum ekki enn búin að skrifa undir samning um nýju íbúðina, en þetta er allt á réttri leið.
Eg er búin að finna capoeira group hér rétt hjá, mikið hamingja að sprikla, sparka og syngja. Actually er capoeira mjög góð leið til að losa um streitu.
Ég er búin með frösnsku námskeiðið, og er að spá í að taka annað námskeið einhverstaðar. Krakkarnir úr frösnku tímunum ætlum að fara út að borða annaðköld, jibbí cola.

Snoop Dogg ætlaði að halda tónleika í UK í næstu viku en fær ekki að koma til UK, fær ekki vegabréfsáritun..... hi hi hi mér finnst það fyndið... út með hundinn

Hey ég hitti vilhjálm um daginn, hann var svo elskulegur að leyfa mér að taka mynda af sér. Hann er nú huggulegur.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com