Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júlí 08, 2005

Rólegheitar dagur í vinnunni, við stelpurnar í vinunni vorum að uppgötva síðuna matarvefurinn.is, og hofumverið að reikna út orkuþörf og matarræðið hjá okkur.

Ég er búin að fá lánað slátturorf hjá hreppnum svo nú get ég slegið garðinn minn, ágætt áður en ég fæ gesti á morgun. Hrafn sys og axel eru að koma jibbíí það verður sko spilað matador.......
|

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Jæja já komin aftur í sveitasæluna í sól og blíðu eftir aldeilis frábæra heldi í Bpest.
Stutt ferðasaga.
Fimdudagur, komst seint um síðir til Budapest eftir endalausar seinkanir að hálfu skyeurope fra london. Fór beint til Peter Z og hans frú, ekki hitt hann lengi lengi svo við höfðum mikið að spjalla og alltaf gaman að komast í eldhúsið hans.
Föstudagur, hitti Erik þar sem ég gisti hjá honum, við vorum að rölta um borgina, kjafta og njóta sumarblíðunnar, hittum Sancao og 3 braseliska capoeirista stráka með honum. Vorum aðeins í west end city center að undibúa showið sem var þar um kvöldið. Alveig brilljant capoeira show þar upp á þaki. Það komu um 10 meistarar og Contr meistarar frá ýmsum löndum, svo showið varð frábært. Og gaman að hitta alla vinina og krakkana frá Debrecen. Um kvöldið var svo haldið út á lífið að dansa salsa, kvöldið endaði svo heima hjá parafinnu þar sem var krassað í einni stórri flatsæng.
Laugardagur. Rigning svo það varð að flytja æfinguna inn í íþróttahús. Ég og James (brasiliskur capoeirist) vorum búin að labba upp að hnjám að finna þetta blessaða æfingahús, en æfingin var frábær. 5-6 kls af stanslausu púli undir stjórn mismunandi kennara. Að sjálfsögðu var braselísk festival um kvöldið á Copacabana skemmtistaðnum á Margit eyjunni. Þó að það hafi ekki verið mikill kraftur eftir í líkamanum eftir púl dagsins, þá var samt hægt að dansa ´langt fram á nótt þarna undir berum himni, við upplýsta miðborgina.... ótrúlega fallegt.
Sunnudagur. Var hin eiginlega serimonia þegar við fáum nýtt belti. Það voru yfir 100 nemendur sem fengu nýtt belti svo þetta tók langan tíma. Við forum í upp á West end, glampandi sól og híti. Frábær dagur. Fór svo út að borða með öllum kennurunum og meisturunum, gisti svo hjá parafinnu ásamt James og meistre Chocolate.
Mandagur, eyddi að mestu í London.
Nú komin aftur í vinnuna.........en búin að fá fyrstu útborgun ... smile
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com