Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Náði loks að senda visa umsókning mína í dag í sendiráð Nígeríu í Dublin. Svo er bara að vona að vegabréfið komi til baka fyrir brottför. Altaf gaman að svona last minute stressi.

Ég tók aukavakt í dag, ein af trilljón aukavöktum í sumar. En það er búið að lofa mér að ég verði í frí um helgina, það vantar reyndar á vaktir en bannað að "bjóða" mér að koma. Ég er bara búin að vinna allar helgar síðan 17. júní.
Gulla, Ella og Inga æskuvinkonur ætla að koma vestur á morgun og vera um helgina svo við gerum eitthvað húllum hæ. Like good old days. Eigum óteljandi svæsnar partýsögur, ætli það verði ekki rifjað upp.... æ ég er bara búin að gleyma þessu. Svo erum við jóhanna læknir að reyna að skipuleggja kökuboð. Alveig týpist að allt á að gerast svona þegar maður er að fara. En krakkarnir sem hafa verið hér að vinna sem aðstoðalæknar í sumar eru bara mjög fínir, en það er aldrei tími til að gera neitt því það eru alltaf einhver af okkur að vinna. Það var að byrja nýr aðstoðalæknir í vikunni sem verður bara í águst,... alveig mín týpa svona tall, blonde and blue eyes (ha ha ha)
Já þetta er spítalalífið á Ísafirði
|

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Heyrðu Eggert, þetta er ekki að virka hjá okkur með linkana. Svo hef ég ekki getað post myndir undanfarið....hmmm... veit ekki.

Et annars bara að drekka malt...(rop..)..
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com