Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, mars 15, 2005

Besti breikarinn í bænum, kíkið á

Hann
|
Heilsan hjá mér er eitthvað að skríða saman, mér finnst erfiðast að halda áfram að taka því rólega þegar ég er orðin sirkabát góð.

Vill vekja aðhyggli á því að dollarinn er kominn niður fyrir 59 krónur, hvar endar þetta. Skólagjöldin minnka og minnka með hverjum deginum..... ekki það að ég eigi eftir að borga þau oft.... ha ha ha ha

Eitt skil ég ekki sem er í fréttum heima, þetta með Bobbie Fisher.. þetta er orðir frekar neyðarlegt fyrir aðsendur þessa uppátækis svo ekki meira sé sagt.

Sissa, Kalli og Torfi eru að fara til USA í dag, hann fer í aðgerð líklega lok vikunnar. Gangi ykkur vel.
|

sunnudagur, mars 13, 2005

Löng helgi, ekki skóli fyrr en á miðvikudag, vegna frí daga í ungverjalandi. Og hvernig nota ég tímann, jú með því að liggja veik upp í rúmi. Er með ógeðis streptococca sýkingu og lít út eins og hamstur.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com