Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júlí 22, 2005

Dagurinn í gær var alveig hrein dásemd. Sumar veður af besta tagi. Eftir að síðasti sjúklingur dagsins hafði tékkað sig út, var sjoppunni bara lokað og ég demdi mér í garð vinnu. Setti á mig gróðurhanska og skreið um í beðum. Mjög hressandi. Var svo boðið í ljómandi grill á eftir. Kvöldið hjá mér endaði svo í sundlauginni eða nánar tiltekið í heita pottinum.
Enginn hefur boðað komu sína þessa hlegi til mín í Vík, svo ég býst við að ég reyni að skrifa eitthvað í ritgerðinni minni. Margir hafa hinns vegar boðað komu sína eftir verslunarmannahelgi.
góða helgi
|

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Það er stór og feitur geitungur á sveimi hér á skrifstofunni minni, ég held að hann ætli að hefna fyrir bróður sinn sem Helga drap í fyrradag.
Lítið er að gera á vöktunum þessa daganna. Bæjarbúar eru önnum kafnir við að laga til og snurfussa í kring um sig. Slá garðana og mála. Allt á að verða klárt fyrir verslunarmanna helgina, þá er bara að leggjast á bæn um að þetta veður haldist eitthvað áfram.
|

sunnudagur, júlí 17, 2005

Fór í vitjun á eitt fyrirmynda sveitaheimili í gær. Sú heimsókn varð heldur lengri en ég hafði búist við. Þar var húsfrúin að steikja kleinur, og bauð mér heitar kleinur og nýja kalda mjólk. Hvernig gat ég neitað því. Svo ég settist og úðaði í mig dúnmjúkar kleinurnar, spjallaði um ferðaþjónustu, heyskap,garðrækt og berjatínslu svo eitthvað sé nefnt. Húsfrúin ræktar mikið af rósum, og ég var leist út með rósabúnt. Gott er að vera í sveitinni.
... já skál fyrir sveitinni.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com