Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, janúar 14, 2005

Föstudagurinn langþráði, byrjaði helgarfríið með að sofna í strætó á leiðinni heim úr vinnunni.
Gunna mín, skalt sko ekki vera að dissa fossvogs fólkið, náttla miklu betra hjá okkur en upp á hringbraut. Og Dudda, nei það var nú enginn sætur Luka á bráðamóttökunni, þetta voru messt konur sem ég var að vinna með. Kanski verður Luka eða Carter á vakt eftir hlegina.
Jollí dagur í vinnunni í dag, tök 2 innskritar viðtöl, og var svo á skurðstofunni í acut heilablæðing aðgerð. Gaman að því að þar voru bara konur á skurðstofunni. Skurðlæknirinn, aðstoðarlæknirinn, svæfingalækn, og allar skurðhjúkkurnnar. Eini kallinn var sjuklingurinn. Áfram konur.
Ætla að skella mér út úr bænum um helgina, fara vestur til ólafsvíkur að heimsækja bróður minn.
Góða helgi
|

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Svo sem ekkert nýtt að frétta. Gengur bara vel í vinnunni, fæ stundum að aðstoða í aðgerðum og allir voða cammó. Tók vakt á bráðamótökunni við hringbraut í vikunni, reyndi bara að standa mig og gera eitthvað gagn.
Föstudagur á morgun... jíbíí hugsa um það á hverjum morgni hvað ég hlakka til að sofa út um helgina. Sooofaaaa
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com