Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

sunnudagur, ágúst 31, 2008

Seinni hluti sumars hefur lidið hratt og ég verið frekar bissí, hence no blogging.
Sissa systir og Agnes komu í lok julí, þær náðu einu bestu sumardögunum hér í London. Við fórum í leikhús, vorum að túristast og nutum veðurblíðurnar.
Viku eftir að þær fóru, kom Hrafnhildur systir og fjölsk í viku. Það var svipað prógram, nema hvað þau voru meira að stussast með Edvard niður í bæ þar sem ég var með Hugo heima. Of mikið fyrir hann að þvælast um dag eftir dag. Daginn eftir að þau fóru til Islands, fórum við til Parisar i viku. Herve fók 2 vikur í sumarfrí í lok águst. Við fórum á bílnum sem er þægilegra en að fara með Eurostar eða fljúga. Í Paris fórum við að skoða Effel turninn, sem ég hafði aldrei gert, og við fórum í Versali.
Í seinni frívikunni hans Herve, var hann heimia með Hugo en ég fór að vinna. Sérfræðingurinn sem ég var að vinna fyrir fyrir jól hafði samband við mig og bað mig um að koma í eina viku. Svolítið skrítið að fara að vinna aftur.
Af Hugo er allt gott að frétta, hann er duglegur að borða og farinn að borða flestann mat. Hann er nu kominn með eina tönn. Hann var smá lasinn fyrsta daginn í Paris, fékk 6.veikina (roseola), en var fljótur að hrista það af sér. Hann er ekki farinn að skríða, en hann er að verða sterkari og hreyfir sig meira með hverri vikunni.
Hér fylja nokkrar myndir.



Í Versölum í pick-nick.


Við Hugo undir Effel turninum


Feðgarnir í París


Hugo duglegur að drekka úr glasinu sínu. Muna næst þegar Hugo borðar spínat að fara ekki í hvítann bol.


Skvísur á leið í leikhús
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com