Eg er lent í Ungverjalandi, eftir aðeins slysalegt ferðalag heim. Virðist aðeins hafa misst einbeitinguna á seinustu metrunum á ferðalaginu og mætti á vitlausan flugvöll fyrir flugið fra Barcelona til Budapest. Þá vissi ég að ég væri búin að ferðast nóg í bili. En hvað gerðist svo, ég kom mér á réttann flugvöll, eyddi þar nóttinni. Næsta dag, sunnudag, keypti ég mida til Budapest gegn um paris svona til að leggja meiri lykkju á leiðina, en þetta var nánast eini möguleikinn í stoðunni. Seint á sunnudags nótt var ég komin heim í mína íbúð íDebrecen. Fagnaðarfundir við sængina mína, tempur koddann og eggjabakkadýnuna, heilög þrenning.
En hér er 6 stiga hiti....brrrrr... frekar mikill hrollur fyrir mig, en maður aðlagast fljótt, bara grafa upp ullina og úlpur.
En hér er 6 stiga hiti....brrrrr... frekar mikill hrollur fyrir mig, en maður aðlagast fljótt, bara grafa upp ullina og úlpur.