Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, ágúst 19, 2005

Nokkrir fróðleiksmolar um Indland, vissuð þið þetta:

India 3.287.263 km2 population; 1 billion
Europe 2.400.000 km2 population; 340.000.000


Indland á landamæri að: Afghanistan,Pakistan,China,Nepal,Bhutan,Myanmar,Bangladesch

16 regional languages
Official language are Hindi and English


Religiones
Hindus 82,6 %
Muslims 11,4%
Christians 2,4%
Sikhs 2,0%
Buddhists 0,7%
Jains 0,5%
Others 0,4%

consists 60 % of the worldwide tigerpopulation

Ljósmynd dagsins er því af Indveskum Tgri.
|

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

"Þetta er veður sem maður á að vera heima og borða snúða og kakó" sagði svanlaug í morgun og ég gæti ekki lýst því betur. Fékk lánað 4 dvd myndir svo ég drepist ekki úr leiðindum eftir vinnu, ekkert er í ríkissjónvarpinu geri ég ráð fyrir og ég er búin að spila svo mikið á gítarinn að fingurgómarnir eru enn dofnir síðan í gærkvöldi, held að ég verði að hvíla þá í kvöld.

Margir eru að spá í hvað ég verði að vinna lengi, ég er líka að spá í því. Ætli ég verið ekki út 28 águst. Þá með einhverjum hætti flyt mig hreppaflutningum úr Mýrdalshreppnum og eitthvað suður ábóginn. Þarf aðeins að erindast í höfuðborginni og ætla að hafa viðkomu í sveitinni líka. Ég á flugmiða til London 2 september, og áfram til Indlands 3.sep. Það er ákveðið, ég verð á Indlandi í 5 vikur. Verð 3 vikur á kvennadeild í verknámi á spítla, og svo eitthvað að ferðast um. Fer svo líklega til Debó einhvertímann í Október, er raunar ekkert að drífa mig þangað.
|
Hann Pabbi minn á ammæli í dag....
til hamingju með það
|

mánudagur, ágúst 15, 2005

Buenos días maravilla..... voru skilaboðin sem ég vaknaði við í gærmorgun. Gott að vita að elskhugi minn á spáni er ekki búin að gleyma mér, ætli ég verði ekki að heimsækja hann í haust. (réttast sagt langar helst að heimsækja hann strax í dag)

Helgin var mjöööööög róleg, lítið að gera á vaktinni, svo ég fékk að mygla í friði upp í sóffa. Gott að hafa HM í frjálsum, en það finnst mér einstaklega skemmtilegt sjónvarpsefni, hvað geri ég nú þegar það er búið. Mygla upp í sóffa yfir engu.
Ég þyrfti annars að fara að hressa mig eitthvað við, hef ekki tekið upp maskarann og make uppið í allt sumar. Hef haldið mig við natural bjútí lúkkið. En nú eru líkamsháin á mér farin að vaxa í takt við grasið í garðinum mínum, þ.e. villt og trillt. Kanski að snyrtikonan í vík sé komin úr sumarfrí og geti grisjað garðinn minn?
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com