Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

mánudagur, október 09, 2006

Vika 3 að byrja í vinnunni, sem betur fer líður þetta altsaman hratt.
Átti frí um helgina, unnustinn notaði tækifærið og skrapp til Íslands. Hann fékk hláturskast þegar við keyrðum frá keflavík að bláalóninu, ekkert nema auðn og hraun. Yndislegt veður á föstudainn, dásamlegt í lóninu og til að toppa kvöldið, lambalæri í kvöldmatinn. mmmmmmmmmmmm
Á laugardaginn fórum við með Hrafnhildi og Axel upp í sveit. Þar var Sissa sys fyrir og þangað kom líka Amma og eygló, skemmtilega óvænt. Herve var orðinn nokkuð ruglaður á mannfjöldanum. Ekkert jafnast á við rjómapönnukökur og hnallþórur í sveitinni. Fórum svo aftur í bæinn, og borðuðum mjög síðbúinn kvöldmat á Humarhúsinu. Þá var ráð að kíkja á næturlífið, hittum Gullu og kíktum á nokkra staði.
Sunnudagsmorguninn var drullu skítt veður svo þá er best að kúra undir sæng, hann flaug svo aftur út til London kl 16, smuuu
Now back to Olafsvík, vinna meira.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com