Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hugo í nýju gallabuxunum sínum

Við hjúin höfum verið að vinna aðeins í garðinum, eða aðallega Herve. Næst á dagskránni er að mála griðinguna. En allaveganna plantaði ég út vorlaukunum sem ég henti í pott kring um jólin, þeir frelsinu fegnir. En það vildi ekki betur til en það snjóaði daginn eftir... festi það á filmu til sönnunnar.
Dýralifið í garðinum að vakna eftir vetrardvalann. Það er fugl að gera sér hreiður í einu trénu, gaman að fylgjast með honum tína hitt og þetta inn í tréð. Held að hann sé svo ánægður með að við séum að róta í garðinum og velta upp ormum og þess háttar góðgæti.
En ég hef líst yfir stríði á hendur ketti nágranas, sem heldur að blómabeðin mín séu almenings klósett, og svo er hann búin að fatta að fuglinn er að gera sér hreiður og bíður spenntur undir trénu, þar til ég kem hlaupandi út með kökukefli í hendinni, gargandi.
Já svona eru nú vorverkin.
Hugo er komin yfir 5 kg.




Heima vinnandi húsmóðirin.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com