Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, maí 21, 2004

Mér finnst erfitt að vera í frí.
Vaknaði eins og venjulega fyrir kl 8, "shit verð að drifa mig á fætur" .... nei ég má sofa lengur, náði að hanga í rúminu til kl 10. Þá kom ophir og hjálpaði mér með tölvuna, svo þurfti ég að drífa mig upp í skóla að ná í lecture bókina mína, og drífa mig út að hlaupa, og drífa mig í sturtu og drífa mig að hitta eitthvern niðri í bæ og drífa mig aðeins meir. Svo ég er búin að vera meðvitur um mína innri streitu í allann dag og búin að gera mitt besta að losna við hana. Ganga hægt, með axlirnar slakar og ekki krefta hnefa og ekki bíta saman tönnum og anda djúpt. Dunda mér eins og ég get og mæta helst of seint ef ég á að mæta eitthvert. Fór m.a. til Agi seinni partinn í andlits nudd og body-scrub sem var alveig frábært. Hitti svo Marcalo og Flavio i interspar og versluðum fyrir partýið á morgun, Marcalo og Samúel ætla að halda Brasílist party heima hjá Kristínu með mat og alles.
Við Kristín áttum gott quality time í gærkvöldi, fengum okkur steik á Tjokkonæ, en það er svona hefð hjá okkur að fara að borða saman þegar við hofum klárað ár, ... enda orðun nokkur núna.... já það er farið að sjá fyrir endan á þessum ósköpum
|

fimmtudagur, maí 20, 2004

Og já og já ... ég er komin á 5. ár og ég finn það strax að það verður ljúft. Kláraði seinasta prófið í dag þrátt fyrir ekki mjög ýtarlegan undirbúning, hverjum er ekki sama. Ég fór svo til Atilla nuddara í hádeginu og hann nuddaði úr mer seinustr próflestrarhnútana úr öxlunum. Og sumarið ákvað að koma í dag í tilefni dagsins 28 stiga hiti og sól, svo ég er á leið í sund, allir sem tóku prófið með mér í dag ætla að hittasi í sundi og sleikja sólina á bakkanum. Nú hef ég rúma viku áður en ég kem heim, og ég ætla bara að slæpast eitthvað. Er að fara í matarboð til Abdúlla í kvöld, gott að fá almennilegan mat.
gleðilegan uppstigningadag (hvernig semþað er skrifað)
ciao
|

miðvikudagur, maí 19, 2004

Já ekki búin að blogga lengi, bæði vegna þess að talvan hefur verið í sma fílu, en er betri núna. Og svo hef ég bara verið að dunda mér við að klára prófin mín, en seinsata prófið er á morgun, radiology. Það er mikil hamingja. Annars er ég frekar drusluleg, var með ælupest og niðurgang í gær og eydd deginum bara í rúminu, en er skárri í dag og er að reyna að borða eitthvað. Vona að ég æli ekki á professorinn í prófinu í fyrramálið.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com