Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, júní 10, 2005

Föööööstudagur.
Ein vika búin, og búið að vera nóg að gera á daginn. Er nú að drukkna í pappírsvinnu, er að spá í að koma bara um hlegina inn á stofuna og vinna eitthvað í tölvunni og lesa læknabréf. Er hvort eð er að hitta 2 sjukklinga í hádeginu á sunnudag.
Annars er ég að spá í að hlaupa kvennahlaupið á morgun, svona til að hitta kellurnar í bænum og sveitinni, og lika bara mér til heilsubótar. Er nú á vaktinni en hleyp bara með símann í vasanum, tek bara sprett ef kemur útkall (er með leyfi til þess).

Uppáhaldsbókin mín þessa daganna: Outlines of orthopedics (hver hefði trúað því)

Góða helgi
|

miðvikudagur, júní 08, 2005

Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Dagur3. mér finnst gaman að vera heilsugæslulæknir, sérstaklega meðan allt gengur vel. Fór í mína fyrstu vitjun í nótt, fór á bæ hér í sveitinni að heilsa upp á bóndann sem var ekki hress, en allt fór vel. Er með NMT síma í bílnum og búin að kaupa mér kort af svæðinu svo get nú skottast um allt héraðið mitt án þess að villast... vonandi. Búið að vera ágætis erill í dag, fór í heimsókn á elliheimilið sem ég sé líka um, er þar eftir hád á mið. Er nú svolitið sibbinn, en ætla samt í mat í kvöld til læknis hjónanna hér. Hann ætlar svo að skilja mig eina það sem eftir er vikunnar. En ég hringi í hann er eitthvað er.
|

mánudagur, júní 06, 2005

Komin til Víkur.
Keyrði hingað austur í gær, með magga frænda, í ofsalega fallegu veðri. Byrjað á því að finna húsið mitt sem ég mun búa í í sumar. Það ætti að vera nóg pláss fyrir mig, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi stór stofa, þvóttahús,svalir, sólpallur og garður, eldhús, geimslur og gangar. En íbúðin er á 2 hæðum. Ath. nóg pláss fyrir ferðalanga sem eiga leið um landið, skilda að koma við hjá mér.
Svo skoðaði ég vinnustaðinn minn, og mætti í vinnun í dag, list vel á og allt gekk bara vel. Hef voða góðan fíling fyrir sumrinu.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com