Seinasti office dagurinn á heilsugæslunni runninn á enda og senn mun sauðkindin yfirgefa sumarhagana í Mýrdalnum. Já ótrúlegt en satt þá eru 3 mánuðir liðnir síðan fyrsti sjúklingurinn minn settist hér hjá mér. Held að víkur búar komist nokkuð heilir frá sumrinu. Ég er jú reynslunni ríkari, heilsugæsla er eins og orðið segir heilsugæsla, og því mjög mikið common sense og að hafa áhuga á að gæta að heilsunni, svo líka koma fræðin sem maður lærir í skólanum að góðum notum. Og hvernig er svo að vera svona út í héraði? Ég var löngu búin að hugsa mér að ég gæti vel tekið svona tarnir og verið afskert út á landi og unnið. Svona eftir á, jú vinnan er góð og skemmtileg. Peningalega kemur vel út. En einveran er erfiðust, ég einfarinn, fann það svona seinni hluta sumars allaveganna. Það bar aðeins á því að ég talaði við sjálfa mig eða spjallaði við sjónvarpið. Kanski ég hafi þrógað með mér mikla félagsfælni því ég fæ kvíðahnút við tilhugsunina við að fara til Reykjavíkur, þá er bara um að gera að fara til Indlands, ekki hægt að vera mjög félagsfælinn þar.
En ég verð á vaktinni um helgina, yfirgef ekki vík fyrr en á sunnudag.
Best að huga að niðurpökkun.
En ég verð á vaktinni um helgina, yfirgef ekki vík fyrr en á sunnudag.
Best að huga að niðurpökkun.