Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, október 03, 2003

Á föstudögum er ég í verkelegum tímum í preverntive medicin og nú í fyrri part annarinnar erum við að fara í endalausar vettfangsferðir, svona eins og maður gerði í barnaskóla. En með rétta attitútinu er þetta pínulítið skemmtilegar ferðir, farið í rútu, keyrt um bæinn og ymiss fyrirtæki heimsótt. Við erum búin að fara í vatnsveitu Debrecen borgar og fyljast með hreinsun drykkjarvatns, við fórum í síðustu viku í geislavarna mælingar þar sem geislavirkni í matvælum er mæld og er allt hér innan eðlilegra marka. Þess má geta að þetta lab mælir líka fyrir Hvíta-Rússland og Chernobyl og þar er ekki sömu sögu að segja, já aumingja fókið þar. En í dag fóru við í eina stærstu matvælaverksmiðju Ungverjalands og fylgjast með heilbrigðismálum í matvælaframleiðslu. Þetta var algjör risaverksmiðja og við Kristin fórum að rifja upp fræðsluþættina sem voru oft í sjónvarpinu "svona verður smjör til" eða "svona verður verður blyantur til" þarna voru endalausir kílómetrar af færiböndum þar sem verið var að setja í niðursuðudósir grænar baunir, pickles og sultur. Við sáum niðursuðu á maiskorni. Endalaus hlöss af stonglum í risa kari, fóru á færiband og enduðu í einstökum baunum, sem enduðu svo í niðursuðudós. Þeir pakka 1 milljón dósum á dag. I geymsllu húsinu sem risa risa stór, voru óteljandi rúmmetrar af brettum með grænum baunum. mer fannst þetta lúmst gaman. En rúsinan í pylsuendanum var að þarna er pakkað öllum MAGGI vörunum, m.a. 70 túsund tonnum af maggi kjötkrafti á ári (held ég) pælum aðeins í því, hvað hafa evrópubúar að gera við svo mikinn kjötkraft. að ógleymdum maggi súpunum. Við skoðuðum labbið þar sem allar matvörurnar eru testaðar fyrir allskonar staðla, og þar var okkur boðið upp á ..... jú niðurstoðið maís korn og sultu, alveig dásamlegt. I nesti heim fengum við svo pakka af maggi kjötkrafti, og deginum er bjargað. Svona verða maggi súpur til. Og í tilefni af þessu öllu elduðum við Björg okkur maggi tómatsúpu í kvöldmat. Bon Appatie!
|

sunnudagur, september 28, 2003

Sunnudagskvöld (mjög hugmyndagóð með byrjun á blöggi) og mér er illt í öllum vöðvum, beinum, liðamótum og restinni af líkamanum, haltra eins og gömul kona. já það var tekið á því á fótboltamótinu í gær. Við spiluðum 5 leiki, töpuðum 3 og unnum 2. við vorum með nokkuð gott lið, en rétt misstum af bronsinu til stelpna á fyrsta ári sem voru búnar að vera á 24 tima fillerí og ekki í góðu ásigkomulagi, þvílikur skandall og niðurlæging er ekki hægt að hugsa sér. það lá við að það yrðu brotnar nokkrar hnéskeljar. en við látum ekki keppnisskapið hlaupa með okkur í gönur. En ég skil ekki alvieg þennan líkamlegadaginneftir sársauka þar sem ég tel mig vera í góðu formi og fer í likamsrækt á hverjum degi. En fótbolti krefst greinilega annarskonar líkamlegra átaka, þar sem ég er að fara á slysó í fyrramálið þá læt ég kanski leggja mig inn ef ástandið batnar ekki, og læt setja í mig gerfiliði. En eftir fótboltamótið sem var fra 9 um morgunin til 4, var ég ordin ógeð....lega svöng, svo það var farið á palma að borða við systkinin, ingvar, og krist og skorros. mikið var líkaminn glaður að fá smá næringu eftir misþyrmingarnar. Svo fórum við í termal og hengum í heitu pottunum í 2 tima. Það var ekki mikil stemming á liðinu að fara í eftirfótboltapartý, en hvað gerir maður ekki fyrir gott party svo allri sjálsvorkun var frestað til dagsins í dag. Og já þetta var skemmtilegt party, yfir 100 manns geðveik tónlist, endalaust skemmtiegt fólk og fullt af uppákomum, ölvun á svæðinu var talsverð en ekki mikill erill hjá lögreglu. Dagurinn í dag hefur verið frekan ónýtur en samt skemmtilegur. við Bjorg erum bunar að spjalla endalaust og hlæja ótæpilega, og það er búið að vera eitthvað svakalegt hláturskast í kvold. En nú er ég sybbinn......geisp
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com