Ævintýra Kindin..

..að leika við lömbin

|

föstudagur, janúar 07, 2005

fönn fönn fönn islenskt fön....
fór á Stuðmanna myndina áðan, alveig möst að sjá fyrir alla aðdáendur með allt á hreinu. Margir mjög góðir punktar og Dúddi alveig óborgarlegur, eina sem mér fanns ekki fön var stundum of mikil tónlist.
Nú kærkomin helgi og ætla að njóta þess að sofa út
|

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Hvað vakti fyrir mönnum sem ákváðu að setjast hér að árið 17hundruð og súrkál. Rosalega handsome, sterklegir vikingar með flaxandi hár með ferðalaga þráhyggju siglandi frá Noregi, Irlandi eða hvaðan sem þeir komu nú actually. Ákváðu að halda norður í Íshaf og setjast svo að á Íslandi, í mesta rokrassgat veraldar og allt það myrkur sem kemst ekki fyrir annarstaðar í heiminum. Ef ég hefði verið þeir hefði ég bara siglt til einhverrar suðrænnar eyjar og verið rosa cool vikingur þar, bara drepið innfædda... annaðeins hefur nú gerst.
Nei í alvöru finnst mér þetta myrkur og kuldi mjög erfitt að höndla, mér er alltaf kalt og tek ekki axlirnar niður fyrir eyru, og að standa út í strætóskýli í svarta myrkri.. ja við skulum bara setja það þannig að geðheilsu minni fari ört hrakandi.
|

sunnudagur, janúar 02, 2005

Kom í bæinn í gærkvöldi, eftir að hafa haldið róleg áramót í sveitinni, og huggelí familí hangikjöt á nýársdag.
Fór sem sagt í gærkvöldi í partý til Unnar, þar var setið að svumli fram á nótt, en samt meikað það í bæinn. Afrekaði ekki mikið í bænum, en nokkuð skemmtilegt kvöld.

En á morgun er ég að fara að vinna, jíbíí jéii. já í alvöru, ég hlakka til. Var hringt í mig áðan og spurt hvort ég væri ekki klár í fyrramálið. Eins og skáti ávalt reiðubúin. Verð á heila og taugaskurðdeild í fossvogi á dagvöktum, það leggst bara vel í mig.
 
Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com