yndi... var að koma frá Attilla nuddara, það jafnast ekkert á við nuddið hjá honum. En hlutirnir gerast hratt þessa stundina, og high light of the day er að ég er komin með vinnu í sumar, og það ekki á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ég verð hjúkka á sjúkrahúsinu á Isafirði........jebb jú hörd ræt... það fylgir með íbúð og einhver fleiri fríðindi. Þetta er lítið sjúkrahús, með medicin deild, fæðingar deild, langlegu deild (elli deild), skurðdeild, svo ég gæti verið með puttana á ymsum stöðum. Þetta verður bara fínt, veit að það verða þarna 3 læknanemar af 5.ári. Svo allir velkomnir í heimsókn vestur í sumar.
|
|
miðvikudagur, apríl 07, 2004
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Jæja þá er fyrsta prófið búið, alltaf gott að klára próf. Næst er surgery næsta þriðjudag. Það er nokkuð ljóst að ég fæ ekki vinnu gegnum ráðningkerfið þetta sumarið, svo ég er atvinnulaus... nem jó. Er búin að vera reyna að fá hugmyndir hvað skal gera, ein hugmyndin er að fara bara til Noregs i sumar, smá desperasíón í gangi. Var mikið að velta mér upp úr þessu í gær. Og í gær var hlaupa skónum mínum stolið..... er ekki sátt við það, nokkuð nýir skór voru bara fyrir utan dyrnar hjá mér, en svona er þetta. Held í vonina að þeir muni skila sér heim, hlaup til mín. Sumir dagar eru svona. Svo ég fór i gærkvöldi til Ritgu og tjillaði hjá henni svo ég væri ekki ein heima ég hefði endað með því að drepa köttinn eða eitthvað.
Við þóttumst vera að læra, veit ekki hve mikil afköstin voru???
Við þóttumst vera að læra, veit ekki hve mikil afköstin voru???